Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 46

Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 46
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ólíkt útlit TONI lifgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólumar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. • Arfur án erflngja Framh. af bls. 44. sér fram á borðið og tók að gripa fram í með snöggum spurningum. „Sögðuð þér Franz Schirmer? Hafði hann sama nafn og stöðu og ég?“ „Já. Og hann var hér um bil á yðar aldri.“ „Einmitt það! Jæja, áfram!" George hélt áfram, en ekki langa stund. „Hvar varð hann sár?“ „I handleggnum." „Á sama hátt og ég varð það við Eben-Emael.“ „Nei — þetta var sverðlag." „Það skiptir ekki máli — þetta er það sama. Haldið þér áfram." George hélt áfram. Liðþjálfinn hafði ekki af honum augun. Hann tók enn fram í. „Mat? Hvað hafði hann?“ „Fáeinar frosnar kartöflur, sem hann hafði fundið." George brosti. „Sjáið þér til, ég hef ná- kvæma frásögn, sem er skrifuð af næstelzta syninum, Hans. Það var hann, sem fluttist til Ame- ríku. Hann skrifaði þetta niður til þess að sýna börnum sínum, hve göfugur maður afi þeirra hafði verið." 46 FÁLKINN „Hafið þér hana hérna?“ „Ég hef afrit af henni í gisti húsinu í Florina." „Má ég sjá hana?“ Hann var ákafur. „Að sjálfsögðu. Þér getið feng- ið hana. Þér fáið sennilega frum- ritið hvort sem er. Öll fjölskyldu- skjölin hljóta að vera yðar rétt- mæt eign.“ „Fjölskylduskjölin, já.“ Hann kinkaði kolli hugsandi. „En það sem Hans skrifaði er vissulega ekki öll sagan. Það voru nokkur atriði, sem Franz Schirmer hafði ekki sagt börn- um sínum.“ „Nú? Hver voru þau?“ George sagði honum nú frá fundi þeirra Maríu, um rann- sóknir herra Moretons og sann- leiksuppgötvun hans í skjala- safni hersins í Potsdam. Liðþjálfinn hlustaði á án þess að taka fram í, og þegar George hafði lokið máli sínu, sat hann þögull um hríð og starði niður i borðplötuna. Að lokum leit hann upp, og það var ánægju- svipur á andliti hans. „Þetta var karlmenni," sagði hann við Arthur. „Einn af þeim allra kræfustu, já,“ sagði Arthur og kinkaði kolli. „Og meira að segja sama nafn og staða. Bíðum við — riddaraliðsmenn voru úrval úr fótliðasveitunum, var það ekki?“ En liðþjálfinn sneri sér aftur að George. „Og þessi María -— hún var langalangamma mín?“ „Rétt. Fyrsti sonur hennar, Karl, var langafi yðar. En merg- urinn málsins er sá, að afi yðar Friedrich og Amelia Schneider voru systkinabörn og hann liíði hana. Munið þér eftir honum?“ „Já, það geri ég?“ „Hann erfði peningana. Þér erfið hann gegnum föður yðar. Vissulega er margt og mikið, sem gera þarf áður en allt er komið í lag. Ef til vill verður þýzkur réttur að bera fram kröfur yðar eða jafnvel að þær verði að fara fyrir svissneska dómstóla. Ef til vill verðið þér fyrst að útvega yður svissnesk skilríki, ég veit það ekki. Það veltur á afstöðu yfirvaldanna í Pennsylvaniu. Við megum alveg gera ráð fyrir þvi, að þeir streit- ist á móti. Hver afstaða ríkis- ins verður gagnvart erlendum eignum, vitum við ekki. En það verður enginn barnaleikur." Liðþjálfinn virtist nú ekki lengur vera að hlusta á hann. „Ég hef aldrei komið til Ans- bach,“ sagði hann hægt. „Til þess fáið þér nægan tíma seinna! — Svo við víkjum nú að viðskiptalegu hliðinni. Fyrir- tæki það, sem ég er fulltrúi fyr- ir, sér um málflutning fyrir fjár- haldsmanninn svo við getum ekki tekið málið að okkur. Þér' verðið að ráða einhverja aðra. Ég veit ekki hvort þér hafið efni á að greiða málskostnað — hann verður ekkert lítilræði! Ef þér viljið það ekki, getum við mælt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.