Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 6

Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 6
6 9. október 2009 FÖSTUDAGUR Tebollur með rúsínum og með súkkulaðibitum Íslenskur gæðabakstur ný tt Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir 10% afsláttur www.apotekarinn.is UMHVERFI „Ég held að fólk taki vel í þetta,“ segir Hilmar Jónsson, yfir- maður hjá tæknideild Orkuveitu Reykjavíkur, sem þessa vikuna hefur sett upp ljósaseríur víða um bæinn. Ljósaseríurnar eru settar upp mánuði fyrr en venja er til að sögn Hilmars. „Þetta er ákvörðun sem tekin er niðri í Ráðhúsi. Ósk um að lífga upp á skammdegið.“ Auk þess sem áhersla er lögð á miðborgina eru seríur settar upp nú á öðrum völdum stöðum, til dæmis við Seljahlíð í Breiðholti, Grímsbæ í Fossvogi og Sundlaug Vesturbæj- ar. Hilmar segir að þessi ljós fái að loga út janúar. - gar Ósk úr Ráðhúsinu til Orkuveitu Reykjavíkur um að lífga upp á skammdegið: Jólaljósin mánuði á undan áætlun LJÓSIR PUNKTAR Ekki er gert ráð fyrir því að aðrar og hefðbundnari jólaskreytingar verði settar upp fyrr en á venjulegum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur frestað ákvörðun um refsingu yfir manni, sem veist hafði að fimmtán ára pilti, fært hann nauðugan í bifreið sína og ekið honum síðan á lögreglustöð. Pilturinn hafði verið í hópi pilta sem kastað höfðu skoteldi inn í garð mannsins. Hæstiréttur taldi að brot piltsins hefði ekki verið nægilega alvarlegt til þess að manninum hefði verið heimil borgaraleg handtaka. Maðurinn var dæmdur til að greiða pilt- inum á þriðja hundrað þúsund króna í skaðabætur. Ákvörðun um refsingu var frestað skilorðs- bundið í tvö ár. - jss Borgaraleg handtaka: Ákvörðun refs- ingar frestað ORKUMÁL Ef Evrópski fjárfest- ingarbankinn (EIB) afgreiðir ekki þrjátíu milljarða króna lán til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) setur það áætlanir fyrirtækis- ins um virkjanauppbyggingu í fullkomið uppnám. Ef lánið fæst verður Hellisheiðarvirkj- un kláruð en ákvarðanir um byggingu Hverahlíðarvirkjunar hafa hins vegar verið settar á salt þangað til fjármögnun verkefnisins er að fullu lokið. Þrátt fyrir vi lyrði neit- aði EIB um m iðja n jú l í að ganga frá láninu til OR vegna óvissu í íslensku efnahagslífi. Lánið var upphaflega eyrnamerkt síðasta áfanga Hellisheiðarvirkjunar og fyrri áfanga Hverahlíðarvirkj- unar. Þessar áætlanir hafa nú breyst. „Þó svo að þetta lán komi frá EIB munum við aðeins klára stækkunina á Hellisheiðarvirkj- un en við munum ekki fara af stað með Hverahlíðarvirkjun fyrr en búið er að fjármagna alla fram- kvæmdina,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR. Hann segir að ef lánið frá EIB fáist verði mun léttara en annars hefði verið að sækja það lánsfé sem upp á vanti til að klára framkvæmdir. „Ef þeir hins vegar neita okkur um lánið verður mun þyngra að reyna að fjármagna þetta annars staðar. Við eigum því mikið undir því að við fáum þessa fyrirgreiðslu,“ segir Hjörleifur. Orkan frá virkjununum er ætluð álverinu í Helguvík. Fjár- mögnun þeirrar framkvæmd- ar er ólokið. „Orkuveitan gerði ráð fyrir því að fjármögnun við framkvæmdina í Helguvík yrði lokið. „Við erum því ekki með skuldbindandi orkusamning í höndunum. Þeir eru ekki tilbún- ir að gefa okkur grænt ljós á að þeir kaupi af okkur orkuna fyrr en þeir hafa lokið sinni fjármögn- un. Við eigum ekki von á svör- um frá Norðuráli fyrr en á fyrri hluta næsta árs.“ Á meðan beðið er fundar sendi- nefndar Orkuveitunnar vegna afhendingar á þremur vélasam- stæðum af fimm frá fyrirtæk- inu Mitsubishi í Japan. Afhend- ingu vélasamstæðanna þriggja, sem setja á niður í fyrrnefnd- um virkjunum og kosta samtals fimmtán milljarða, hefur verið frestað áður. „Verið er að ræða hvort seinkun á afhendingu kemur til greina eða að hugs- anlega verði hætt við móttöku þeirra,“ segir Hjörleifur. „Það er verið að fá viðbrögð okkar við- semjenda við þessum kostum og hvaða afleiðingar þeir hafi í för með sér.“ svavar@frettabladid.is Orkuveitan bíður í ofvæni eftir svörum Evrópski fjárfestingarbankinn svarar Orkuveitunni á næstu dögum hvort þrjá- tíu milljarða lán verður veitt. Fáist lánið ekki gerir það fyrirtækinu erfitt um vik með fjármögnun annars staðar. „Það er mikið undir,“ segir forstjóri OR. HELLISHEIÐARVIRKJUN VIrkjunin verður kláruð ef lánið fæst. Hverahlíðarvirkjun verður hins vegar ekki byggð fyrr en fjármögnun er að fullu lokið en hefja átti fram- kvæmdir með hluta lánsfjárins frá EIB. Raforkan á að knýja álver í Helguvík eftir að öðrum áfanga er lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HJÖRLEIFUR KVARAN DALABYGGÐ „Mér finnst gott að hann svari,“ segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Hann fékk í fyrradag svar við tölvupósti sem hann sendi Lars Lökke Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerk- ur. Þar gerði hann athugasemdir við yfirlýsingar ráðherrans vegna frétta um meðferð Dana á 22 græn- lenskum börnum, sem voru tekin af foreldrum sínum og flutt til Danmerkur á sjötta áratugnum. Í tölvupóstinum skammar Grím- ur forsætisráðherrann fyrir yfir- lýsingar í framhaldi af fréttum um málið. Ráðherrann sagði að þetta væri hluti af liðinni tíð; fortíðinni væri ekki hægt að breyta og að þeim sem tóku börnin af foreldrum sínum hefði gengið gott eitt til. Í bréfi Gríms sagði hann forsæt- isráðherrann tala eins og hægri- öfgamaður. Málflutningur hans væri málflutningur nýlenduherra. Danmörk skuldaði grænlensku þjóðinni afsökunarbeiðni og fjölskyldum barnanna skaða- bætur. Grímur segir það hneyksli að meðferðin á grænlensku börnunum hafi hvorki fengið næga athygli hjá Dönum né hér á landi. „Það er dálítið síðan ég skrif- aði þetta bréf og átti ekki von á að fá þetta svar,“ segir Grímur. En í fyrradag barst honum vestur í Dali tölvupóstur frá danska forsætisráðuneyt- inu með viðhengdu bréfi frá ráðherranum sjálfum. Lars Lökke segist hafa fengið bréf Gríms og vísar í efni þess en áréttar svo það sem varð Grími tilefni skrifanna án þess að lofa neinni afsökunar- beiðni eða skaðabót- um. Danski forsæt- isráðherra klykkir út með að fullvissa Grím um allt sé á réttri leið í átt að sjálfbærara og sjálfstæð- ara samfélagi á Grænlandi og að aðferðir nýlendu- veldanna séu víðs fjarri við stjórn mála í Grænlandi. - pg Grímur Atlason sendi Lars Lökke Rasmussen tölvupóst um grænlensk börn: Fékk svar frá forsætisráðherra Dana SVARAR Sjö vikur liðu frá því að Danski forsætis- ráðherrann fékk tölvupóst frá sveitarstjóra Dalabyggðar þar til svarið barst. Ætlar þú að sjá heimildar- myndina Guð blessi Ísland? Já 41,4 Nei 58,6 SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú leitað eftir félagslegri aðstoð í kreppunni? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.