Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 8

Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 8
8 9. október 2009 FÖSTUDAGUR 1 Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu hafa fengið nýjan markvörð. Hvað heitir hann? 2 Íslensk kona, ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, er ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Hvað heitir hún? 3. Hver fékk viðurkenningu fyrir áhugaverðasta barnaefnið í sjónvarpi í Cannes? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir bíður nú eftir niðurstöðu grein- ingar erlendis á sýnum sem tekin voru hér þegar fimm ein- staklingar sýktust af bakterí- unni E. coli. Fjórir þeirra sem greindust eru búsettir á höfuðborgarsvæð- inu en einn á Suðurlandi. Engin þekkt tengsl eru á milli fólksins og allir smituðust hér á landi. „Við erum að vona að þetta hafi verið bundið við innflutt salat eða eitthvað þess háttar og sé nú búið,“ segir Harald- ur Briem, sem hvetur fólk til að skola vel af grænmeti og steikja eða sjóða kjöt vel. - jss Sóttvarnalæknir: Bíður eftir rann- sóknum á E. coli EFNAHAGSMÁL Ríkissjóður tekur alls 610 milljarða króna að láni á þessu ári, að frátöldum skuldbind- ingum Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda vegna Icesave. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjár- aukalaga 2009, sem lagt var fram á Alþingi í gær. 300 milljarðar af þessu lánsfé verða nýttir til að endurfjármagna bankakerfið eftir hrun. Ríkið hefur skuldbundið sig til að leggja fram 65 milljarða í Íslandsbanka og 72 milljarða í Nýja Kaupþing. Gangi samn- ingar við kröfuhafa eftir þannig að þeir eignist meirihluta í þeim bönkum mun þorri þeirra 137 milljarða sem ríkið ætlar að taka að láni vegna Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skila sér aftur til ríkissjóðs. Hins vegar er enn allt óljóst um endurfjármögnun Landsbankans, sem nú heitir NBI. Kröfuhafar hafa til þessa ekki sýnt áhuga á að taka þátt í endurreisn Landsbank- ans. Í fjáraukalagafrumvarpinu er miðað við að ríkið taki um 140 milljarða króna lán vegna Lands- bankans. Þá verða tuttugu milljarðar króna teknir að láni til þess að leggja nokkrum sparisjóðum til nýtt eigið fé. Þegar fjárlögin 2009 voru samþykkt í desember 2008 var ekki ætlunin að endurfjármagna bankana með þessum lántökum heldur með því að „leggja fjár- málakerfinu til nýtt eigið fé með eignum sem Seðlabankinn hafði sem tryggingu á móti veð- og daglánum bankans og ríkissjóð- ur keypti af bankanum eftir hrun stóru bankanna þriggja síðastlið- ið haust,“ eins og segir í fjárauka- lagafrumvarpinu. „Þessi bréf hafa reynst verðminni en reikn- að var með og hefðu ekki nægt til að fjármagna kerfið. Er því gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi nýju bönkunum til eigið fé í formi ríkis- skuldabréfa.“ Vegna þess að verð- mat eigna Seðlabankans stóðst ekki áætlanir eykst lánsfjárþörf ríkisins um 330 milljarða. Af áætlaðri heildarlántöku upp á 610 milljarða eru 520 milljarðar í íslenskum krónum en níutíu millj- arðar eru erlend lán. Inni í þeirri tölu eru 75 milljarða lán frá Norð- urlöndum og Póllandi, sem ríkis- sjóður ætlar að taka fyrir áramót og endurlána Seðlabankanum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Þá þarf 115 milljarða lántöku til að koma til móts við hallarekstur ríkissjóðs þetta árið. Afborgan- ir af lánum sem áður hafa verið tekin verða 120 milljarðar króna í ár þannig að lántökur umfram afborganir verða 490 milljarðar króna. peturg@frettabladid.is 140 milljarðar áætlaðir í lán vegna NBI Ríkissjóður tekur 610 milljarða að láni í ár fyrir utan skuldbindingar vegna Icesave. 300 milljarðar fara í bankana. Eignir Seðlabankans áttu að fara í verkefnið en verðmæti þeirra stóðst ekki áætlanir. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Í fjárlögum forvera Steingríms J. Sigfússonar var reiknað með að Seðlabankinn ætti eignir að verðmæti 300 milljarðar, sem yrðu nýttar til að end- urfjármagna bankana. Það verðmat stóðst ekki og í fjáraukalagafrumvarpi Steingríms er gert ráð fyrir 300 milljarða lántökum til bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BANDARÍKIN Bandarísku kven- réttindasamtökin The National Organization for Women (NOW) gagnrýna þáttastjórnandann David Letterman harðlega í yfir- lýsingu sem þau sendu frá sér á miðvikudag. Samtökin saka Letterman um að hlutgera konur og gera vinnuað- stæður óbærilegar. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um mál Lettermans, en stutt er síðan hann viðurkenndi fyrir alþjóð að hafa stundað kynlíf með sam- starfskonum sínum. Það gerði hann í herbergi við skrifstofu sína. Í ljós kom að margir samstarfs- manna hans vissu um bólfarir Lettermans og á meðal þeirra var herbergið kallað „byrgið“. - th David Letterman gagnrýndur: Sakaður um að hlutgera konur DAVID LETTERMAN DÓMSMÁL Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi ætla ekki að áfrýja til Hæstaréttar bótamáli vegna tjóns við byggingu íþrótta- mannvirkja í Versölum á árun- um 2002 til 2004. Bærinn hafði stefnt byggingarstjóra vegna tjóns og galla á mannvirkjunum og krafðist 37 milljóna króna. Héraðsdómur sýknaði bygging- arstjórann í sumar. „Telja verður að sönnunar- byrði Kópavogsbæjar í máli þessu sé verulega þung og ekki er hægt að afla frekari gagna til að bæta úr því. Þær kröfur sem gerðar voru í dómsmál- inu eru ítrustu kröfur og eru verulegar líkur á að þær hefðu ekki náð fram að ganga að fullu þó að sök hefði verið sönnuð,“ segir í umsögn Gunnsteins Sigurðssonar bæjarstjóra. - gar Gallað íþróttahús í Versölum: Kópavogsbær áfrýjar ekki DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni réðst hrottalega á og nauðgaði barnsmóður sinni. Héraðsdómur dæmdi manninn í febrúar á þessu ári í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Honum var einnig gert að greiða konunni miskabætur að upphæð 662 þúsund krónur. Fólkið sleit samvistir í desember 2007. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa aðfaranótt 9. mars 2008 ráðist á konuna á heimili hennar. Hann hrinti henni í stofugólfið og sparkaði í hana. Þá veitti maður- inn barnsmóður sinni fjölda hnefa- högga í höfuð og líkama. Hann reif í hár hennar, sló höfði hennar ítrekað í gólfið og þvingaði hana að lokum til samræðis og endaþarmsmaka. Að morgni sama dags réðst ofbeldismaðurinn aftur á konuna og sló hana mörgum hnefahögg- um, einkum í kvið, bak og höfuð. Að auki trampaði hann á konunni, þar sem hún var í hnipri á eldhús- gólfi íbúðarinnar. Árásin var harkaleg og var tekið tillit til þess í dómnum en konan hlaut mikla áverka. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árás- in stóð yfir í langan tíma á heimili konunnar, þar sem henni var nánast haldið í gíslingu með rétt ársgamalt barn sitt. - jss Hæstiréttur dæmir mann í fangelsi fyrir hrottaleg ofbeldisverk: Misþyrmdi barnsmóður sinni HÆSTIRÉTTUR Staðfesti dóm Héraðs- dóms yfir ofbeldismanni. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.