Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 10

Fréttablaðið - 09.10.2009, Side 10
10 9. október 2009 FÖSTUDAGUR Með því að velja Svansmerkt getur þú verið viss um að innkaupin séu betri fyrir umhverfið og heilsuna. Norræna umhverfismerkið Svanurinn setur strangar kröfur um framleiðslu vöru og þjónustu, svo sem innihald og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun og meðhöndlun úrgangs. Gæðin eru tryggð þar sem virknin þarf að vera jafn góð eða betri en í sambærilegum vörum og þjónustu. Gæði sem þú getur treyst á - Betra fyrir umhverfið og heilsuna Umsjónaraðili Svansins á Íslandi Ert þú í Svansmerkinu? Svanurinn verður á Umhverfisþinginu í dag og á morgun. DÓMSMÁL Ákæra sem þingfest var í gær á hendur tveimur Íslend- ingum fyrir mansal og vændis- starfsemi er merki um að mál af því tagi séu tekin alvarlega á Íslandi. Slík ákæra hefði þó átt að líta dagsins ljós fyrr. Þetta segir Guðrún Jónsdóttir, tals- kona Stígamóta. Ákæran mark- ar viss tímamót, segir Guðrún, enda í fyrsta sinn sem ákært er á Íslandi í málum af þessu tagi. Tvennt er ákært í málinu: Catalina Mikue Ncogo, 31 árs kon a æt t uð frá Miðbaugs- Gíneu, og Finn- ur Bergmanns- son, 43 ára hugbúnaðar- smiður. Catalinu er gefið að sök að hafa blekkt aðra unga konu frá Miðbaugs- Gíneu til lands- ins undir því yfirskini að hún væri á leið í frí, en síðan hneppt hana í kynlífsánauð, svipt hana fatnaði og skilríkjum og neytt hana með hótunum til að stunda vændi. Hún hafi jafnframt haft lifibrauð sitt af vændi fjölda annarra kvenna. Finnur er sakaður um að hafa uppfært vændisauglýsing- ar á vefnum og tekið ljósmynd- ir af konunum gegn greiðslu frá Catalinu. Catalina játaði í viðtali við Vikuna á sínum tíma að hafa gert út tólf vændiskonur í borginni. Bæði neituðu þó sök við þingfest- ingu málsins í gær. Guðrún segist vitanlega ekki fagna því að glæpir séu framdir. „En það er sannarlega tímabært að staðfesta það fyrir dómi sem við höfum vitað um lengi,“ segir hún. Þetta hefði raunar átt að ger- ast miklu fyrr, segir hún, og bend- ir á nýja rannsóknarskýrslu Fríðu Rósar Valdimarsdóttur, þar sem fram kemur að á sjötta tug til- fella um mansal hafi orðið vart á Íslandi án þess að nokkurt þeirra hafi komið til kasta dómstóla. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, segir ákæruna fyrstu afleiðingu átaks lögreglunnar í þessum málaflokki. „Við viljum láta reyna á þetta af því að við vitum eða höfum hugmyndir um að þetta viðgangist hér á landi og viljum taka fast á þessum málum,“ segir hann. Verið sé að skoða vændisstarfsemi á Íslandi almennt þótt ekkert annað mál af þessu tagi sé fast í hendi. stigur@frettabladid.is Mansalsmál hefði átt að rata mun fyrr í réttarsal Talskona Stígamóta segir ákæru í mansals- og vændismáli merki um að slík mál séu tekin alvarlega. Slík ákæra hefði þó átt að líta dagsins ljós mun fyrr. Báðir sakborningarnir neituðu sök við þingfestingu í gær. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR VÉLMENNI Á HJÓLI Nýjasta vélmennið frá Japan er þetta litla kríli sem hjólar á einhjóli. Fyrirtækið Murata Electronics kynnti þessa nýjung á vörusýningu í einu af úthverfum Tókýó. NORDICPHOTOS/AFP NEITA SÖK Catalina og Finnur neituðu bæði öllum sakargiftum við þingfestingu málsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EVRÓPUMÁL Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að öll helstu gögn varðandi aðild- arviðræður við Evrópusam- bandið, tengd þeim mála- flokkum sem ráðuneytið ber ábyrgð á, verði þýdd. Jón hefur áður tekið upp í ríkisstjórn, að hann sé sam- mála þeim sem telja nauðsynlegt að gögn sem lúta að umsókninni um ESB-aðild, verði þýdd og birt samhliða á íslensku. Þýðingarnar verða unnar í góðu samkomulagi við hagsmunaaðila og kannaðir verða möguleikar á því að vinna þær að hluta til úti á landi. - shá Evrópusambandsaðild: Jón lætur þýða Evróputextana JÓN BJARNASON Það er sannarlega tíma- bært að staðfesta það fyrir dómi sem við höfum vitað um lengi GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR TALSKONA STÍGAMÓTA.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.