Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 12
12 9. október 2009 FÖSTUDAGUR Þú getur kryddað kynlífið og margfaldað nautnina ÆSANDI HRESSANDI EGGJANDI KITLANDI LEIKANDI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki KÖNGULÓARMAÐURINN ENN Á FERÐ Klifurdýrið Alain Roberts, gjarnan nefndur Köngulóarmaðurinn, gerði sér lítið fyrir og klifraði upp Ariane- bygginguna í París. Húsið er 230 metra hátt, en hann hefur klifrað upp meira en sextíu háhýsi víðs vegar um heiminn. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND, AP Öll spjót standa nú á Frederic Mitterand, menningar- málaráðherra í ríkisstjórn Frakk- lands, og er hann hvattur til að segja af sér. Eindreginn stuðningur Mitter- ands við pólska kvikmyndaleik- stjórann Roman Polanski varð til þess að stjórnmálamenn lengst á hægri vængnum fóru að grafa upp sitthvað misjafnt úr fortíð Mitterands sjálfs. Í ljós kom að í sjálfsævisögu sinni, sem kom út árið 2006, við- urkennir Mitterand, sem er tví- kynhneigður, að hafa átt erfitt á yngri árum og meðal annars oft borgað fyrir kynlíf með drengj- um í Taílandi. Hann svarar því til að hann noti orðið „drengur“ ekki í bókstaflegum skilningi, og sé alls ekki barnaníðingur. Engu að síður hafa fleiri en hægri menn tekið málið upp á arma sína, og munar þar mestu um raddir úr Sósíalistaflokknum. Arnaud Montebourg, þingmað- ur Sósíalistaflokksins, hvetur bæði Nicolas Sarkozy forseta og Fran- cois Fillon forsætisráðherra til að reka Mitterand úr ríkisstjórninni, því hann hafi vísvitandi brotið lög. „Það er ómögulegt að ráðherra, sem er fulltrúi Frakklands, geti hvatt fólk til þess að fara þvert gegn baráttumáli gegn kynlífsferð- um, sem hann sjálfur hefur tekið að sér á alþjóðavettvangi,“ segir Montebourg. - gb Í vandræðum eftir stuðning við Roman Polanski: Ráðherra hvattur til að segja af sér FREDERIC MITTERAND Uppljóstranir í sjálfsævisögu koma honum í koll. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Svínaflensan hefur blossað upp á ný, eftir að hafa verið í rénun, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Á undanförnum tveim vikum hafa níu einstakling- ar verið lagðir inn á spítala og þar af tveir á gjörgæslu. Annar þess- ara tveggja er útskrifaður en hinn er enn á gjörgæslu. „Það kom okkur á óvart að tölu- verð fjölgun flensutilfella varð á höfuðborgarsvæðinu í vikunni sem leið,“ segir Haraldur. „Ef vikan sem nú er að líða verður eins þá heldur flensutilfellunum áfram að fjölga. Okkur finnst þetta vera viðsnúning- ur á höfuðborgarsvæðinu, en hann nær ekki til landsbyggðarinnar.“ Haraldur segir athyglisvert að 70 til 80 prósent þeirar sýna sem send eru til rannsóknar núna staðfesti að um svínaflensu sé að ræða. Sýnin séu að vísu ekki mjög mörg, þar sem ákveðið hafi verið að draga úr fjölda þeirra, en hlutfallið segi sína sögu. „Það eru því miklar líkur á því að fólk sem er með inflúensulík einkenni sé með svínaflensu.“ Varðandi bólusetningu segir Haraldur að það komi í lok mán- aðarins. Allir, sem ekki hafi feng- ið staðfest að þeir hafi fengið svínaflensu, eigi að láta bólusetja sig. - jss Níu hafa verið lagðir inn á spítala á síðustu tveimur vikum: Svínaflensan blossar upp á ný HARALDUR BRIEM Sóttvarnalæknir segir að allir sem ekki hafi fengið staðfest að þeir hafi fengið svínaflensu eigi að láta bólusetja sig. FJÖLMIÐLAR Nemendur í fimmta bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eiga nú í sam- starfi við Skessuhorn um útgáfu á bekkjarblaði. Þetta kemur fram á vef Borgarbyggðar. „Eitt af verkefnum þeirra í íslensku í vetur er að gera frétta- blað. Nemendur hafa þegar hafist handa við gerð blaðsins og mun Magnús Magnússon, ritstjóri á Skessuhorni, vera þeim sérlegur ráðgjafi. Efni blaðsins mun einn- ig birtast á síðum Skessuhorns. Mikill áhugi er meðal krakkanna á þessu verkefni og eru þau í óða- önn að undirbúa greinar, viðtöl og fleira,“ segir á borgarbyggd.is. - gar Fjölmiðlun í Borgarfirði: Nemar skrifa í Skessuhorn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.