Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 26
4 föstudagur 9. október ✽ b ak v ið tj öl di n Sara María í Nakta apanum er á meðal litríkustu fatahönnuða Íslands. Í viðtali við Föstudag segir hún frá nýstofnaða fyrirtækinu Vargi, óhefðbundnum uppeldisaðferðum og áralöngu ástarsambandi við Airwaves. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Anton Brink Á rið 2005 varð skraut- legt og neonklætt f ó l k áb e ra n d i á götum borgarinn- ar. Það mátti þakka Söru Maríu Júlíudóttur og Nakta apanum hennar. „Þetta með lita- dýrðina var ekki dýpra en svo að ég hataði svart og vildi alls ekki ganga í svörtu. Þegar ég fer í galla- buxur og venjulegan stuttermabol líður mér eins og ég sé í búningi, miklu frekar en þegar ég er í ein- hverju marglitu neondressi.“ Sara stofnaði nýverið fyrirtækið Varg. „Upphafið á því er að bresk- ur maður sem heitir Nicholas Anthony Knowles hafði samband við mig í janúar. Hann er brjálað- ur Íslandsaðdáandi og hefur lengi verið að spá í að stofna íslenskt fatafyrirtæki. Þegar við hittumst smullum við saman og stofnuð- um fyrirtækið fljótlega upp úr því. Við ætlum að styðjast við ís- lenska sögu, norræna goðafræði og ýmislegt annað sem tengist Ís- landi. Þetta verður allt öðruvísi en við höfum verið að gera í Nakta apanum.“ Í Vargi ætlar Sara að einbeita sér að hönnuninni og leyfa öðrum að sjá um aðra þætti. „Þegar maður er einyrki eins og ég hef verið sér maður ekki bara um að hanna heldur líka að þrífa búðina, afgreiða, sauma og svo framveg- is. En nú verður þetta allt öðru- vísi, þetta er mest „pro“ verkefni sem ég hef farið út í og ég er mjög spennt fyrir því.“ HAMINGJURÍKT HJÓNABAND Þessa dagana er allt á hvolfi hjá Söru og samstarfsfólki hennar en þau hanna meðal annars boli Air- waves-tónlistarhátíðarinnar, sem nú er að bresta á með látum. Samstarf Airwaves við Nakta apann er engin nýlunda en þau hafa verið tengd tryggðaböndum frá því Sara opnaði búðina árið 2005. „Sama ár kom Steini (Þor- steinn Stephensen, eigandi Dest- iny sem skipuleggur Airwaves) til mín, einni eða tveimur vikum fyrir Airwaves, og bað mig að gera boli fyrir þá. Þetta var brjálæðis- lega merkilegt þótti mér og algjört stress. En samvinnan gekk vel og skapaði ástarsamband milli Nakta apans og Destiny, sem í dag er eig- inlega orðið hjónaband. Ég geri allt sem ég get fyrir þá og þeir gera allt sem þeir geta fyrir mig.” Sara fær stjörnur í augun þegar hún talar um Airwaves. „Þetta er bara svo merkileg hátíð og mér finnst alveg ótrúlega gaman að taka þátt í henni. Það er svo magnað að sjá allt þetta unga tón- listarfólk og finna orkuna frá því. Airwaves er eins og jólin hjá mér. Eða reyndar eitthvað meira en það. Ég myndi miklu frekar vilja missa af jólunum en Airwaves. Og ég er ekki viss um að fólk átti sig almennt á því hvað Airwaves gerir mikið fyrir miðbæinn. Sumar verslanir fá meira út úr henni en allri jólavertíðinni.“ ÓLÉTT SAUTJÁN ÁRA Sara á tvö börn, Dóróteu Maríu, sem er níu ára, og Natan Birni, sem er ellefu ára. Bæði fæddust þegar Sara bjó á Akureyri, þar sem hún bjó í nokkur ár. Þá var líf hennar allt annað en það er í dag. „Á þessum tíma var ég á kafi í húsmóðurpakkanum. Ég lagði mig mikið fram við að hafa allt fínt til að standast kröfur annarra. Var oft að baka og búa til heita rétti og svona.“ Hún skildi við barnsföður sinn fyrir nokkrum árum, rétt áður en hún flutti til höfuðborgarinnar. „Við vorum saman í sjö og hálft ár. En þótt það hafi slitnað upp úr sambandinu hjá okkur erum við ofboðslega góðir vinir og hann er fullkominn pabbi. Samband- ið á milli okkar er mjög sveigj- anlegt og við höfum passað að vera aldrei neitt sjálfselsk í okkar samskiptum.“ Sjálf er Sara ekki nema 29 ára, en hún var sautján ára þegar hún varð ólétt af Natani. „Mér fannst ég ekkert ung. Þegar ég varð ólétt hugsaði ég „loksins!“. Ég var svo rosalega tilbúin í þetta hlutverk. Og ég var sjúklega hamingjusöm og ánægð. En í dag þegar ég sé sautján ára stelpur missi ég and- litið og get varla séð þær fyrir mér með börn. LITLIR VINIR Börnin sín lítur Sara á sem litla vini sína, fyrst og fremst. „Ég fékk sjálf frekar strangt uppeldi en ég vil ekki vera ströng í mínu uppeldi. Ég ákvað strax að koma aldrei fram við börnin mín eins og ég eigi þau. Ég sé okkur bara sem þrjár verur, ekki sem móður og börn. Við þrjú erum bara samferða í þessu lífi og þó að ég sé nokkrum árum á undan þeim í þessu lífi er ég ekkert æðri þeim.“ Hún trúir þá á fyrra líf. Þetta kallar á frekari sögur um upp- lifun hennar og reynslu af yfir- skilvitlegum hlutum. „Ég er ekki skyggn en ég er næm á vissa hluti. Ég held það sé ekki hægt að neita því að það sé eitthvað „þarna“. Þegar ég fer að sofa ferðast ég til allra sem ég elska, svíf yfir þeim og kyssi þau á ennið og gef þeim ást og hlýju. Ég trúi því raunveru- lega að ég geti gert það. Það er svo mikil orka í kringum okkur sem við sjáum ekki en getum fundið fyrir ef við reynum.“ AIRWAVES BETRI EN JÓLIN Iðin Sara María er kennd við Nakta apann en hannar líka undir merkjum Forynju og hinu nýja merki Vargi, sem byggir á norrænni goðafræði. Besti tími dagsins: Má finnast nóttin vera besti tími dagsins? Skemmtilegast að gera: Allt sem tengist börnunum mínum og dýrum er skemmtileg- ast í heimin- um, og ekki verra ef það er í útlöndum. Leiðinlegast að gera: Vá, það er svo margt leiðinlegt! Ég man samt ekki eftir neinu sérstöku nema bara þeim klass- ísku leiðindum að gera skattskýrsluna. Uppáhaldsstaðurinn: Karlovy Vary í Tékk- landi er uppáhalds en Flórída er að detta sterk inn. Skemmtilegasti skemmtistaðurinn: Kaffibarinn er minn staður, heimavöllur Iceland Airwaves-há- tíðarinnar og þar með besti barinn í bænum að mínu mati. Uppáhaldshönnuð- urinn: Ég átti uppáhalds- hönnuði þegar ég var yngri en nú er það enginn sérstakur þar sem svo margir eru að gera sína sérstöku hluti. Falin perla: Nakti apinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.