Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 30

Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 30
 9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR4 ● geðhjálp Alþjóðageðheilbrigðis- dagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun. Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir og Bergþór Grétar Böðvarsson hafa ásamt fjölmörgum öðrum staðið að undirbúningi dagsins. „Við viljum leggja áherslu á að al- þjóðageðheilbrigðisdagur er dagur allra, enda snerta geðheilbrigðis- mál okkur öll með einhverjum hætti,“ segir Ragnheiður, yfirleitt kölluð Jonna, en þau Bergþór eru sammála um að geðheilbrigðismál eigi ekki að vera eitthvert feimnis- mál. „Þetta á að vera eðlilegt um- hugsunar- og umfjöllunarefni,“ segir Jonna, sem er verkefnisstjóri fyrir skemmtidagskrá dagsins sem verður haldinn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugar- afls að Álfabakka 16, á morgun frá klukkan 13 til 16.30. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra flytur ávarp, Páll Matthí- asson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, verður með erindi, Herdís Benediktsdóttir kynnir bókina Geðveikar batasögur og eru þá óupptalin fjölbreytt skemmti- atriði. „Meðal þeirra sem koma fram má nefna unglingahljóm- sveitina Gávu, Geir Ólafs og Ingó úr Veðurguðunum,“ segir Bergþór, sem flytur lokaávarp. „Nú svo verður haldið skákmót Vinjar og ekki má gleyma myndlistarsýn- ingum, sölu á bolum og ýmsu hand- verki, girnilegum veitingum, vöffl- um, kaffi og gosi á geðveikt góðu verði,“ segir hann stríðnislega og hlær. Alþjóðageðheilbrigðisdagur- inn er haldinn hátíðlegur víða um í heim hinn 10. október ár hvert. Honum var fyrst hrundið af stað árið 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) í þeim tilgangi að vekja athygli á geðheilbrigðismál- um, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Al- þjóðageðheilbrigðisdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi 10. október 1996, en ári áður hafði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, ákveðið að helga hann geðheilbrigðismál- um. Síðan þá hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur með nokkrum hléum hérlendis. Ár hvert er alþjóðageðheil- brigðisdagurinn helgaður sér- stöku þema. Í fyrra var athygl- inni beint að málefnum ungs fólks með sérstakri áherslu á mikil- vægi uppbyggjandi samveru. Að þessu sinni er yfirskriftin Öflugri og aðgengilegri geðheilbrigðis- þjónusta. „Við stöndum náttúrulega frammi fyrir niðurskurði í heil- brigðismálum á Íslandi og höfum áhyggjur af því, enda hefur sjald- an eða aldrei verið meiri þörf á sýnilegri geðheilbrigðisþjónustu og einmitt nú. Í yfirskriftinni er ákveðin krafa um öflugri geðheil- brigðisþjónustu auk þess sem við viljum minna á að fjöldi úrræða er í boði fyrir fólk sem líður illa,“ segir Jonna. Hún vísar í því samhengi til tuttugu úrræða í geðheilbrigðis- málum sem verða kynnt á morg- un. „Þarna verður fólk frá Hugar- afli, Lýðheilsustöð, Rauða kross- inum og fleirum,“ segir Jonna og bætir svo við hress í bragði. „Ég vil bara nota þetta tækifæri og hvetja alla til að koma í Mjóddina núna á morgun, skemmta sér og kynnast nýjum úrræðum og tala við fólk sem hefur reynslu á þessu sviði.“ Nánari upplýsingar um daginn má finna á heimasíðunni www .10okt.com. - rve Geðgóður dagur er allra dagur Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir, Jonna, og Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúi notenda geðsviðs LSH, hafa ásamt fjölda aðila haft veg og vanda af undirbúningi Alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem verður haldinn hátíðlegur í Mjóddinni á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.