Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 18
18 15. október 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Ísland og Færeyjar, kreppur og framtíð FYRSTI HLUTI AF FJÓRUM FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is Enginn mælti í móti kreppuláninu Þegar færeyska landstjórn- in vildi bjóða Íslendingum umtalsvert lán, strax eftir hrunið í október 2008, mót- mælti því enginn færeysk- ur stjórnmálamaður. Þeir lentu sjálfir í bankakreppu á tíunda áratugnum og efast ekki um að Íslendingar komist skjótt og vel upp úr dalnum. Þeir fylgjast betur með störfum ráðherra sinna en þeir gerðu fyrir kreppu. Færeyingar buðu Íslendingum þrjú hundruð milljónir danskra króna að láni, strax í október 2008. Allir stjórnmálaflokkar eyjanna stóðu á bak við tillöguna. Þeim þótti sjálf- sagt að hjálpa „stóra bróður“, eins og sumir þeirra kalla Íslendinga. Lánið nemur um 2,4 prósentum af þjóðarframleiðslu eyjanna. „Við ræddum þetta í landsstjórn- inni og hringdum í formenn stjórn- arandstöðuflokkanna og bárum þetta undir þá. Við fengum strax að vita að þeir styddu málið, að þetta ætti að gera,“ segir Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyinga og formaður Sambandsflokksins. Eftir að lánið var borið undir íslenska ráðamenn, sem þáðu það með þökkum, var það kynnt á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki, 28. október 2008. Misheppnaður þrýstingur Høgni Hoydal, formaður Þjóð- veldisflokksins, hefur lýst því hér í blaðinu að hugmyndin hafi verið að þrýsta á hinar Norðurlanda- þjóðirnar að gera slíkt hið sama. Þannig hefði mátt forða aðkomu AGS að málum. Þessari hugmynd var ekki vel tekið af hinum þjóð- unum. Jørgen Niclasen, utanríkis- ráðherra og formaður Fólkaflokks- ins, staðfestir þessa fyrirætlun um þrýsting. „Við vildum ekki setja skilyrði og héldum að með okkar litla framlagi myndum við þrýsta á hinar þjóðirn- ar. En þær fóru að tala um AGS. Við fengum líka AGS í okkar kreppu. Það sem kom út úr því var að kreppan okkar varð dýpri, en um leið styttri,“ segir Niclasen. Spurður hvort aðkoma AGS hafi þá verið jákvæð eftir allt saman, segir hann: „Ja, það var kannski gott þegar við komumst upp úr kreppunni aftur [hlær]. En það hefði verið betra fyrir okkur að hafa hana lengri og mýkri, því við misstum jú hátt í fimmtán prósent af fólkinu okkar. Sex til sjö þús- und manns. Þau komu ekki öll til baka.“ Voru í svipaðri stöðu 1992 Lögmaður Færeyinga segir, spurð- ur um orsakir þess að Færeying- ar buðu Íslendingum lánið, að það sé „afar sársaukafullt þegar einn okkar bestu vina berst í bökkum. Við skiljum þetta sérstaklega vel í Færeyjum því við vorum í nákvæm- lega sömu málum 1992. Þegar ein- hver missir ættingja, þá er auðveld- ara að ræða við hann um fráfallið, ef þú hefur fundið fyrir því sama á eigin kroppi,“ segir hann. Færeyingar hafi staðið frammi fyrir sömu spurningunni á sínum tíma: „Hvernig gátu svona fáir menn gert svona mikið gegn eigin landi?“ Hann telur að Íslendingar verði þó ein af fyrstu þjóðunum út úr kreppunni, enda með margar náttúruauðlindir. Utanríkisráðherrann tekur í sama streng. Lánið hafi verið „ofur- eðlilegt“ fyrir Færeyinga. „Þessar þjóðir hafa alltaf hjálpað hvor annarri og staðið saman sem bræðraþjóðir. Við höfum einnig átt í erfiðleikum í Færeyjum og þá var okkur rétt bræðrahöndin, sem leyfði okkur að fiska við Ísland,“ segir hann. Formaður hins kristilega Mið- flokks, læknirinn Jenis av Rana, var spurður hvort enginn í stjórn- arandstöðu hefði sagt Íslendinga geta sjálfum sér um kennt, að þeir hefðu verið ábyrgðarlausir: „Nei, það held ég ekki, kannski hefur ein- hver sagt það úti í bæ. En ef einhver er í neyð þá hjálpar maður honum. Maður spyr ekki hví hann sé í neyð. Það gerir maður kannski frekar eftir á. Því þetta var líka mikið áfall fyrir okkur. Ég held að Fær- eyingar hafi alltaf litið á Íslendinga sem stóra bróður. Við höfum verið stoltir af ykkur. Það var ekki hinn almenni Íslendingur sem skapaði kreppuna. Hann hefur kannski valið ranga stjórnmálamenn og for- ingja, en ekki kreppuna.“ Lærdómur Færeyinga Um hvað Færeyingar hafi helst lært af kreppunni sinni, segir Kaj Leo lögmaður: „Ég hef lært að stundum er gott að koma of seint út á lestarstöð. Öll gylliboð bank- anna síðustu ár, við misstum af þeim, sem betur fer. Við tókum ekki áhættu. Þetta er íhaldssemi. Reynslan af kreppunni okkar situr enn í fólki. Þetta voru hörmungar fyrir okkur,“ segir lögmaðurinn og vísar til fólksflóttans. „Við bentum á Danmörku í fyrstu, en þetta voru okkar stjórnmála- menn sem tóku rangar ákvarðan- ir. Það er afar mikilvægt að kenna ekki öðrum um þegar maður lendir í vanda, en líta frekar í eigin barm. Það geta allir dottið af reiðhjóli og það er ekkert til að skammast sín fyrir. En ef þú reynir ekki að reisa hjólið við og byrja aftur, það er skömm. Og það gerðum við og það sé ég að Íslendingar eru að gera: halda áfram.“ Þjóðirnar tvær á hjara veraldar hafi oft lent í vanda, en staðið saman. Í gengum tíðina hafi Færeyingar starfað á Íslandi þúsundum saman, þegar illa stóð á heima fyrir. Hlutur Danmerkur Líkt og á Íslandi komu erlend- ir bankar að málum, þegar hag- kerfi frændþjóðanna lentu í vand- ræðum. Danir áttu Færeyjabanka og vörðu hagsmuni sína, svo ekki kæmi til greiðslna úr tryggingar- sjóði innistæðueigenda. Færeyska landsstjórnin tók á sig stóran hluta tapsins og voru ekki allir sáttir við það. Høgni Hoydal segir að ráðin hafi einfaldlega verið tekin af löndum sínum. Færeyjabanki hefði átt að greiða eigin reikninga. „Við vorum að reyna að bjarga okkar málum en áttum þá líka að borga fyrir danska bankann. Þetta var eins og ef þið hefðuð krafist bóta frá Bretum fyrir Icesave- reikningana!“ segir hann. Høgni er þó þeirrar skoðunar að Færeyingar beri sína ábyrgð á bankahruninu. Allar götur síðan hefur flokkur hans unnið að því að reisa veggi milli atvinnulífs og stjórnmálamanna, sem voru þunnir fyrir. Einnig að því að auka eftirlit með ráðherrum, en kjördæmapot- arar björguðu gjarnan fyrirtækj- um í heimabyggð sinni um lán gegn ótryggum veðum. Komu jafnvel að rekstri sömu fyrirtækja líka. Offjárfesting, sérstaklega í sjáv- arútvegi, var því mikil, allt rekið á fjármagni að utan. Meðal þess sem gert var eftir kreppuna í Færeyjum, til að koma í veg fyrir að hún gæti endurtekið sig, var að styrkja eftirlit með fram- kvæmdarvaldinu. Ráðherrum var meinað að sitja á þingi og settar voru reglur um ráðherraábyrgð, en áður var ríkisstjórnin samábyrg gagnvart ákvörðunum ráðherra. Kaj Leo Johannesen lögmaður segir að þetta sé það besta sem komið hafi út úr kreppunni. „Við styrktum stjórnsýsluna. Hver ráðherra var látinn bera ábyrgð á sínum gjörðum. Áður var ábyrgðinni dreift á ríkisstjórnina í heild. Síðan 1995 hafa 20 til 25 ráðherrar þurft að segja af sér vegna þessa. Þetta er mjög mikilvægt því þetta er lítið land. Hér eru allir svo nánir. Svona tengsl urðu einnig til vandræða í Dan- mörku nýlega og þeir eru margar milljónir!“ Lögmaðurinn segir að þegar mál komi upp, sem varða embættisfærslur ráðherra, séu þau rædd í ríkisstjórn. „Þá tölum við um það, hvort það færi okkur frá markmiðum kjörtímabilsins. Það er ekki bara jákvætt að reka ráðherra, það má mis- nota í pólitískum tilgangi. Við erum með umboðsmann Lögþings- ins, því við þurfum að hafa algjörlega hlutlaust embætti til að fara með þessi mál. Allir flokkar þurfa að samþykkja hann.“ Einnig er til staðar landsstjórnarmála- nefnd þriggja þingmanna sem fylgist með ráðherrunum. Hana má biðja um að taka mál upp og athuga hvort ráðherrar hafi gert eitthvað af sér. JUKU EFTIRLIT MEÐ RÁÐHERRUNUM Utanríkisráðherra Færeyja, Jørgen Niclasen, komst fyrst á þing árið 1989. Einmitt það ár segir hann Færeyinga hafa byrjað að finna fyrir kreppunni sinni. Árið1992 hafi hún svo skollið á af fullum þunga. „Síðan náðum við botninum 1994 en 1996 vorum við á góðri uppleið. Segja má að 1998 hafi hún svo verið búin. Hún varði í svona átta til tíu ár. Fyrri helminginn fórum við niður og þann seinni upp,“ segir hann. „En ég verð að segja að í miðri kreppu finnst manni að hún geti einungis versnað og engin leið sé út. Maður sér ekki ljósið við endann á göngunum. En mín reynsla, og það sem ég hef lesið í færeyskri og íslenskri sögu, segir mér að það gefi alltaf á bátinn öðru hverju. En við vestnorræna fólkið finnum leið út úr ógöngunum. Og ef þú spyrð mig hverju ég trúi, þá trúi ég á íslensku þjóðina, ég held að engin þjóð í heiminum sé jafn hugrökk og hún, og ég trúi því að kreppan á Íslandi verði ekki langvinn. Þið finnið einhverja leið og þið finnið réttu leiðina fyrir ykkur, það er ég viss um. Árið 1994 hélt ég að kreppunni myndi aldrei linna, en það tók bara tvö ár og þá hafði allt breyst að nýju. Við komumst út og þið getið það líka,“ segir utanríkisráðherrann. Í MIÐRI KREPPU VIRÐIST ENGIN LEIÐ ÚT Annika Smith treystir sér ekki til að tala um færeysku kreppuna, þegar blaðamaður stoppar hana á götunni í Þórshöfn, því hún var í skóla í Danmörku þegar kreppan reið yfir á tíunda áratugnum. Hún segir að íslenska hrunið beri oft á góma í Færeyj- um: „Og fólk spyr sig: hvert fóru allir þessir peningar?“ Fólk voni að Íslendingar komist skjótlega upp úr kreppunni og að það takist að ná glæpamönnun- um sem ollu henni. Ninni Danielsen er ellilífeyrisþegi sem segir í óspurðum fréttum að maður sinn hafi margoft farið til Íslands en hún ekki komist lengra en að setja slíka heimsókn á stefnuskrána. Um hrunið segir hún aðeins: „Við erum komin upp aftur og það gerið þið líka.“ Þá nefnir Ninni að Íslend- ingar séu líkir Færeyingum, en Danir ekki. „Og ég hef heyrt að Íslendingar vilji frekar að við tölum færeysku við þá en dönsku.“ Anfinn rekur gistiheimilið Bládýpi í Þórshöfn. Hann telur að Íslendingar verði snöggir að bjarga sér út úr kreppunni, enda séu þeir drífandi fólk. „Og þið eruð velkomin til Færeyja til að vinna á meðan,“ segir hann. YKKUR ER VEL- KOMIÐ AÐ VINNA Í FÆREYJUM „Auðvitað verður maður hugsi þegar svokallaðar vinaþjóðir, norrænu þjóðirnar, með Svía í fararbroddi, fínstilla hinn norræna kór sem kyrjar núna einum rómi: „Enga hjálp til Íslands, nema þeir gangi áður að afarkostum Hollendinga og Breta.“ Það eru bara Færeyingar sem reynast vinir í raun,“ sagði Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, í viðtali á Rás tvö, 5. ágúst. Árni Finnsson í Náttúruvernd- arsamtökum Íslands sér hlutina öðruvísi: „Til eru þeir þing- menn sem halda að Færeyingar séu okkar einu vinir en þá er vinátta skilgreind sem skilyrðislaus lánveiting til Íslands. En má ekki líka segja að vinur sé sá sem til vamms segir?“ TVENNS KONAR VINÁTTA ÞÓRSHÖFN KLAKSVÍK Straumey Austurey Viðey Fuglaey Svíney Mykines Vágar Karlsey Konuey Borðey Nólsey Sandey Suðurey Koltur Hestur Skúvoy Stóra Dímun Litla Dímun Jarðgöng Vegur Færeyjar ROLLAN OG RISINN Í sjónum til vinstri standa drangarnir frægu, Risinn og Kerlingin. Færeysk þjóðsaga segir að þau hjúin hafi ætlað að draga eyjarnar til Íslands, en þá hafi sólin komið upp og þau orðið að steini. Því miður fyrir Færeyjar, segja sumir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ó LM FR ÍÐ U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.