Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 22
22 15. október 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Gallaðar vörur gjaldþrota fyrirtækja fást yfirleitt ekki bættar og sitja kaupendur því uppi með skaðann, segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur Neytendasamtakanna. Fyrirspurnum um málið hefur rignt yfir Neytendasamtökin undanfarið ár í takt við fjölgun gjaldþrota. Hildigunn- ur segir fólk forvitnast um hvort það fái bætur fyrir gallaða vöru vilji svo til að fyrirtækið sem það keypti vöruna af sé farið í gjaldþrot. Hildigunn- ur segir að hægt sé að leggja kröfu í þrotabú vegna gallaðrar vöru en slík krafa falli í flokk almennra krafna sem allur gangur sé á hvort fáist greiddar. Auk þess sé töluvert flókið að leggja fram kröfu í þrotabú og margir heykist á því. Almennt gilda þær reglur að hægt er að skila vöru vegna galla í allt að fimm ár eftir að hún var keypt. ■ Gallaðar vörur: Engar bætur frá gjaldþrota búðum Útgjöldin > Kílóverð á skinku í ágúst ár hvert. 2005 2006 2007 2008 2009 1. 8 2 5 1. 91 0 1. 9 4 4 2 .2 5 4 2 .4 8 8 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Allt að 5.000 króna verð- munur er á dekkjaskipt- ingu, umfelgun og jafnvæg- isstillingu samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Reyni bara að vera sanngjarn, segir eigandi eins ódýrasta verkstæðisins á höfuðborg- arsvæðinu. Mikill verðmunur er á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu bíla eins og ný verðkönnun ASÍ leiðir í ljós. Mestur í krónum er hann á jeppum á sautján tommu stálfelg- um, eða 5.000 krónur, sem er 67% verðmunur. Í þeim flokki var dýr- asta verkstæðið Bílabót á Sauðár- króki en það ódýrasta Hjólbarða- verkstæði Óskars á Fáskrúðsfirði. Dekkjaskipti, umfelgun og jafn- vægisstilling á smábílum á fimmt- án tommu felgum, eins og til dæmis Toyota Yaris, var dýrast hjá Hjól- barðaþjónustu Áhaldaleigunnar í Vestmannaeyjum þar sem hún kostaði 7.500 krónur en ódýrast hjá Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar, eða 4.990 krónur. Verðmunurinn er 2.510 krónur, eða 50 prósent. Þjón- ustan fyrir smábíla hefur hækk- að að meðaltali um sex prósent frá könnun sem ASÍ gerði hinn 17. apríl síðastliðinn. Hjólbarðaþjónusta Hafnarfjarð- ar var einnig ódýrasta verkstæð- ið fyrir skipti á minni meðalbíl á sextán tommu dekkjum, eins og til dæmis Ford Focus. Þeir taka 4.990 krónur fyrir verkið, en hæsta verð- ið þar var einnig hjá Hjólbarðaþjón- ustu Áhaldaleigunnar í Vestmanna- eyjum, eða 8.000 krónur. „Ég hef svo sem ekki verið að gera neitt sérlega út á að vera ódýr,“ segir Hörður Þráinsson, eigandi Hjólbarðaþjónustu Hafn- arfjarðar. „Ég reyni bara að vera sanngjarn og meta hvað hver ein- ing kostar, við keyrum líka bara á einu verði, án afsláttar.“ Hæsta verðið á þjónustu fyrir jepplinga með sautján tommu álf- elgum var hjá Hjólbarðaverkstæði Kaldasels í Kópavogi, 9.980 krónur, en lægsta verðið er hjá Hjólbarða- verkstæði Óskars, Fáskrúðsfirði, 6.000 krónur. Munar þar nær fjög- ur þúsund krónum, eða 69 prósent- um. Þjónustan fyrir jepplinga á sautj- án tommu stálfelgum var ódýrust hjá Bílabjörgun á Akureyri, 5.900 krónur, en dýrust hjá Hjólbarða- verkstæði Kaldasels, eða 7.290 krónur. Í hálkulausri tíð er lítið að gera í dekkjaskiptum segir Hörður. „Það kom gott skot um daginn þegar snjórinn kom, en svo um leið og tíðin batnar þá hugsa Íslendingar ekki um dekkjaskipti, það tekur enginn við sér fyrr en menn eru fastir á planinu heima hjá sér.“ sigridur@frettabladid.is Sjötíu prósenta verðmunur RÓLEGT Í HLÝINDUNUM Yfirleitt er lítið að gera á hjólbarðaverkstæðum þegar tíðin er góð eins og nú er, segir Hörður Þráinsson, eigandi Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar, sem kom vel út úr verðkönnun ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MEÐALVERÐ Á DEKKJASKIPTUM Það borgar sig að kanna verð áður en farið er af sumardekkjum yfir á vetr- ardekk, verðmunur á milli verkstæða er það mikill. Hér er meðalverðið sem ágætt er að hafa til hliðsjónar áður en haldið er af stað.* smábíll15“ minni meðalbíll 16“ jepplingur 17“ jeppar 17“ álfelgur stálfelgur álfelgur stálfelgur álfelgur stálfelgur álfelgur stálfelgur 6.552 6.127 6.639 6.166 8.164 7.817 10.016 9.556 *KÖNNUNIN VAR GERÐ HJÁ 49 HJÓLBARÐAVERKSTÆÐUM UM LAND ALLT Á SKIPTINGU, UMFELGUN OG JAFNVÆGISSTILLIGU, DEKKJAHÖLLIN VILDI EKKI TAKA ÞÁTT. SJÁ NÁNAR WWW.ASI.IS. Verðandi foreldrar þurfa að tryggja sér bílstól áður en barn kemur í heim- inn. Bílstólar fyrir yngstu börnin eru yfirleitt fyrir börn allt að 13 kílóum að þyngd og gefið upp að þeir dugi fyrsta árið þó að fæstir noti þá senni- lega lengur en níu mánuði. Bílstólar fást í ýmsum sérverslunum með barnavörur. Stólar fyrir þau yngstu kosta 25.990 krónur í Baby Sam og 29.990 í Fífunni. Í Ólivíu og Óliver eru ungbarnastólar á bilinu 21.000 til 64.900, sá síðastnefndi endist reynd- ar upp í 18 kíló. Viðskiptavinir Sjóvár og Varðar fá afslátt í þeirri verslun. Hjá VÍS er hægt að leigja slíka barna- stóla og kostar það 950 á mánuði fyrir viðskiptavini og 1950 fyrir aðra. Á ári þýðir það 11.400 fyrir viðskiptavini og 23.400 kr. fyrir aðra. Þar er einnig hægt að gera svokallaðan kaupsamn- ing, greiða eina upphæð, 34.900 fyrir viðskiptavini, eða 44.900 og fá þá nýja stóla handa börnum þegar þau vaxa upp úr þessum litlu og eignast fólk þá síðasta stólinn sem er fyrir börn þyngri en 15 kíló. ■ Hvað kostar? Bílstóll fyrir ungbarn Þar sem ég rek hvorki stórt heimili né er með barnaskara tengj- ast mín húsráð ekki heimilinu. Húsráðin eru samt óbrigðul og frábær redding. Ég lenti í því einu sinni að að ég átti fallegan loðkeip sem fór úr hárum – í einu ónefndu brúðkaupi var ég varla viðræðuhæf, því hárin fuku upp í og framan í fólk. Ég brá á það ráð að setja keipinn í sólarhring í frysti, og viti menn – hárlosið hætti. Einnig getur verið ferlega vandræðalegt og leiðinlegt að fá tyggjó í buxur eða jakka – málið er þá að skella flíkinni inn í frysti og mylja tyggjóið úr. GÓÐ HÚSRÁÐ LOÐKEIPINN Í FRYSTINN ■ Erla Tryggvadóttir Neytendasamtökin halda námskeið í heimilisbókhaldi fyrir félagsmenn sína um næstu helgi. Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis fyrir félagsmenn en ársgjald fyrir aðild að samtökunum er 4.300 krónur. Stuðst er við heimilisbókhaldsforrit sem félagsmenn fá aðgang að við skráningu í samtökin. ■ Heimilisbókhald Námskeið og forrit „Ég held að bestu kaupin hafi verið þegar ég keypti trampólín í garðinn,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Trampólínið keypti hann fyrr í ár. „Þetta er búið að veita börnunum mínum svo ótrúlega mikla ánægju. Þau virðast ekki þreytast á að hoppa og skoppa á þessu og ánægjuhrópin létta manni lundina mjög mikið,“ segir hann. Björgunarsveitir brýna reglulega fyrir fólki að tjóðra slík trampólín föst svo þau fjúki ekki í illviðrum. Þetta hefur ekki truflað Matthías. „Það er svo skjólsælt hjá mér að það sleppur alveg,“ segir hann. „Allavega hingað til. Maður þarf kannski að koma aftur í þennan dálk eftir ár þegar þetta hefur fokið. Þá verður það komið í verstu kaupin.“ Verstu kaupin segist Matthías hafa gert þegar hann var við nám í Svíþjóð. „Ég flutti út og var tölvulaus. Þá sá ég auglýstan tölvuturn sem var samsettur af einhverjum ódýrum íhlutum. Þetta var samt glænýtt og alveg hræódýrt og ég hélt ég væri að gera hrikalega góð kaup. Það endaði með því að ég keypti þetta apparat, það kostaði nokkra tugi þús- unda. Það tók mig tvær vikur að fá þetta til að virka, það var alltaf eitthvað bilað. Síðan var ég að skrifa lokaritgerðina mína á þessa tölvu. Það endaði með því að hún hrundi það olli mér nokkurra vikna tjóni í ritgerðarsmíðum. Ég fékk hana aldrei til að virka aftur. Þetta var bara svona fjórum vikum eftir að ég keypti hana. Þetta kennir manni að velja ekki allt- af ódýrasta kostinn.“ NEYTANDINN: MATTHÍAS IMSLAND, FORSTJÓRI ICELAND EXPRESS Tapaði ritgerðarvinnu í ónýtri tölvu Húsgagnahöllinni, sími: 585 7239 Í kvöld verðum við með opið hús fyrir alla skot- og stangveiðimenn í verslun okkar í HÚSGAGNAHÖLLINNI. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.