Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 24
24 15. október 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 17 Velta: 85 milljónir OMX ÍSLAND 6 802 +0,19% MESTA HÆKKUN MAREL FOOD SYS. +1,53% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -0,36% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 200,00 +0,00% ... Bakkavör 1,30 +0,00% ... Føroya Banki 140,00 -0,36% ... Icelandair Group 1,90 +0,00% ... Marel Food Systems 66,20 +1,53% ... Össur 124,00 +0,00% Atvinnuleysi í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) jókst um 0,1 pró- sentustig milli mánaða og var 8,6 prósent í ágúst. Þetta er 2,3 pró- sentustigum hærra en á sama tíma í fyrra, samkvæmt nýbirt- um tölum stofnunarinnar. Atvinnuleysi í evrulöndum var 9,6 prósent í ágúst og munar þar 2,0 prósentustigum milli ára. Þá voru 9,8 prósent atvinnulaus í Bandaríkjunum, 3,6 prósentustig- um fleiri en í ágúst í fyrra. Í ágúst stóð atvinnuleysi hér á landi í 7,7 prósentustigum, en var 1,2 prósent ári fyrr. Þar munar 6,5 prósentustigum. - óká ATVINNU LEITAÐ Fólk bíður á vinnumiðlun í Duisburg í Þýskalandi. Atvinnuleysi mæld- ist 9,6 prósent í evrulöndunum í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Atvinnuleysi eykst Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um end- urskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjár- málayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Ice save- innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusam- bandsins (ESB) og Evrópska efna- hagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðslu- þroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síð- ustu viku að eftirlitsstofnanir ESB- ríkja ættu að hafa heimild til að tak- marka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eft- irliti heima fyrir. - jab Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi KREPPAN Í LETTLANDI Bresk fjármála- yfirvöld vilja ekki sjá útibú erlendra banka sem þeir telja líkur á að geti alið af sér vandræði. NORDICPHOTOS/AFP Krónuhrun litar verðbólguþróun Verðbólga eykst um 0,5 prósent í mánuðinum gangi spá Grein- ingar Íslandsbanka eftir. Árs- verðbólga lækkar þá úr 10,8 prósentum í 9,0 prósent. „Síðustu dreggjar útsöluloka munu væntanlega lyfta verði á fötum og skóm nokkuð, ásamt öðrum varningi,“ segir í álit- inu. „Þá eru enn að seytla inn í vöruverð áhrif af lækkun krónu á fyrri helmingi ársins.“ Gert er ráð fyrir að hús- næðisliðurinn verði óbreytt- ur milli mánaða. „Raunar eru vísbendingar af markaði frek- ar til þeirrar áttar að markaðs- verð íbúðarhúsnæðis kunni að hafa hækkað milli mánaða en hitt. Hins vegar hefur eldsneyti lækkað nokkuð milli mánaða og hefur það áhrif til tæplega 0,1 prósents lækkunar.“ - óká ÚTSALAN BÚIN Búist er við því að verðbólga aukist á ný þegar síðustu útsölum lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en á sunnudag voru liðin tíu ár frá því að fyrirtækið var skráð á markað, þá Verð- bréfaþing. Stoðtækjafyrirtækið var stofnað árið 1971 og tók Jón við forstjórastólnum árið 1996. Hann segir margt hafa breyst síðan þá. Starfsmenn þá hafi verið á milli fimmtíu til hundrað en 1.600 í dag og fyrirtækið með starfsemi víða um heim. Þegar fyrsta viðskiptadegi lauk með bréf Össurar á markaði fyrir áratug nam markaðsverðmæti þess rúmum sjö milljörðum króna. Össur Kristinsson, stofnandi fyrirtækisins, og fjölskylda hans áttu þá um helming hlutabréf- anna. Hann er nú skráður fyrir rúmum átta prósenta hlut. Stærstu hluthafarn- ir í dag eru danska fyrirtækið William Demant Invest og Eyrir Invest með sex- tíu prósenta hlut. Össur er á meðal elstu fyrirtækja sem skráð eru á markað hér. Markaðsverð- mæti þess nam í gær tæpum 52,5 millj- örðum króna og er það verðmætasta íslenska félagið sem skráð er í Kaup- höllina. „Við vorum mjög lítið fyrirtæki árið 1999 og því mjög erfitt að skrá það erlendis. Nú erum við miklu stærri,“ segir Jón Sigurðsson. Skref var stigið í sögu Össurar í byrjun september en þá voru hlutabréf félagsins skráð á markað í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Dan- mörku. - jab Össur á markaði í áratug Virði skuldabréfa gamla Landsbank- ans hefur lækkað eftir að íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbank- ans og Nýi Landsbankinn skrifuðu undir samkomulag á mánudag um að tryggja að um níutíu prósent fáist upp í forgangskröfur gamla bankans. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í röðinni og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum. Líkt og áður hefur verið greint frá er líflegur markaður með skulda- bréf Glitnis og Kaupþings og hafa áhættufjárfestar hagnast mjög á viðskiptunum. Lítil velta er með skuldabréf Landsbankans. Skuldabréf Landsbankans urðu næsta verðlaus eftir þrot hans fyrir ári. Fyrir um hálfum mánuði bundu fjárfestar vonir við að á bil- inu fimm til sjö prósent af kröfum myndu skila sér. Eftir því sem næst verður komist benda nýjustu tölur til að heimtur hafi lækkað niður í rúm fjögur prósent og ekki er úti- lokað að þær lækki frekar. Skuldabréf Glitnis og Kaupþings hafa hækkað lítillega á sama tíma en spákaupmenn búast við á bilinu 23 til 25 prósenta heimtum. Helst eru það bandarískir spá- kaupmenn sem keypt hafa bréfin. Ekki er útilokað að ástæðan fyrir því sé sú að þeir hyggist geyma hagnað á milli uppgjörstímabila. jonab@frettabladid.is Landsbankabréfin lækka Samkomulagið um heimtur á kröfum Landsbankans á mánudag kemur illa við eigendur skuldabréfa gamla bankans. Ekki er útilokað að bréfin verði næsta verðlaus á ný eins og eftir hrun bankanna í fyrra. Á sama tíma hækka skuldabréf hinna bankanna í verði. Fjárfestar víða um heim hafa síðustu mánuði hreinsað beina- grindur úr skápum sínum. Í einum slíkum úti í heimi fannst skulda- bréf Landsbankans sem gefið var út árið 1924. Þetta er pappírsbréf með 6,5 prósenta vöxtum. Nokkur dæmi munu vera um að svo gömul skuldabréf birtist á markaði. Fjármálafyrirtækjum er óheimilt að eiga ónýt skuldabréf sem þessi, bréf sem ekki fást greidd og hefur dagað uppi í hirslum fjármálafyrirtækja. Því verður að selja þau á markaði þótt óvíst sé með eftirspurnina áður en þau eru afskrifuð. FÉ Í FORNUM EIGNUM? FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR OG JÓN Tíu ára skráningu Össurar á markað var fagnað í Kauphöllinni á mánudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.