Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 35
FIMMTUDAGUR 15. október 2009 3 Tískuvika hófst í París 30. september með til-heyrandi fjöri jafnt innan sem utan sýning- arpallanna og hvert kampavíns- teitið fylgdi öðru með tilheyr- andi stjörnustríði. Þó að tískan hafi ekki þvegið af sér öll merki kreppu og samdráttar gætti þó ákveðinnar sköpunargleði og mikil litaveisla var í boði hjá mörgum hönnuðum. Hjá Dior var John Galliano innblásinn af sakamálamynd- um Hollywood frá fjórða ára- tug síðustu aldar og fyrirsæt- urnar ljóshærðar með bylgjur í hárinu í anda Övu Gardner og Lauren Bacall. Kjólarnir voru því margir síðir og afskap- lega kvenlegir. Hönnunin var litrík og glæsileg þó án þess að vera of flottræfilsleg enda þætti það ósmekklegt á þess- um erfiðu tímum. Flíkurnar eru mikið til úr léttu silkimússilíni og stundum líkt og undirfötin væru orðin að flíkum, allt meira og minna gegnsætt. Silkið var bleikt og grænt en einnig ljóst og með stöku hlébarðamunstri. Nokkuð síðan að John Galliano leitar ekki beint í arfleið meist- ara Dior heldur enn lengra aftur í tímann. Hvort það er nýjung sem á eftir að ryðja sér til rúms í tískuhönnun eða ekki þá fylgdi nýjum hönnuði Ungaro, Estrellu Archs, sérkennilegur aðstoðar- maður, Lindsay Lohan sem á að vera hönnuðinum til ráðgjafar. Reyndar hafa hönnuðir komið og farið hjá tískuhúsi Ungaro síðan hann dró sig í hlé 2004. Lindsay Lohan, sem reyndar er þekktari fyrir afvötnunarmeð- ferðir og nokkrar smámyndir í Hollywood en tískuráðgjöf, á að samræma hönnun og ráðgjöf frá dæmigerðum glamúr-viðskipta- vini og ekki verra að hafa smá hneyksli í kaupbæti sem trygg- ir umfjöllun í slúður- og tísku- blöðum (sönnunin hér að þetta virkar!). Reyndar ekki í fyrsta skiptið sem framkvæmdastjór- inn, Mounir Moufarrige, tekur einkennilegar ákvarðanir en sá hinn sami rak Karl Lagerfeld frá Chloé árið 1997 og treysti óþekktum hönnuði fyrir list- rænni stjórnun Chloé en það var Stella McCartney. Enginn efast um þá ákvörðun í dag. Hönnun- in hjá Archs var trygg Ungaro í sterkum litum og suðrænum stíl. En Stella McCartney var á sinni sýningu innblásin af sjö- unda áratugnum ,,ást og frið- ur“ og mátti jafnvel ímynda sér móður hennar, Lindu, klædda að þessum hætti. Stella sem er heitur andstæðingur loðfelda og mjög upptekin af umhverf- isvænni tísku fótar sig sífellt lengra á þeirri braut í hönnun sinni með efnisvali og fram- leiðsluaðferðum Á stærstu sýningarnar mætti iðulega Anna Wintour, hinn frægi ritstjóri bandaríska Vogue, sem er fyrirmynd per- sónu ,,Djöfullinn klæðist Prada“ en annars mátti víða sjá R‘n‘B- stjörnuna Rihönnu, Janet Jack- son og Catherine Deneuve. bergb75@free.fr Litagleði og kampavín á tískuviku Nú gefst körlum kostur á að hanna sínar eigin skyrtur á Netinu. Á vefsíðunni www.ShirtsMyWay. com gefst körlum kostur á að hanna sínar eigin skyrtur. Útfærsl- urnar eru óteljandi og er hægt að velja mismunandi efni, snið, kraga, liti, ermahnappa og margt fleira. Þeir Peter Crawfurd og Michael Yang opnuðu síðuna fyrr á þessu ári en hún er frábrugðin flestum hefðbundnum sölusíðum sem ein- ungis bjóða upp á tilbúna vöru. Síðan er einföld og aðgengileg og er hægt að leika sér fram og aftur við að búa til stutterma, langerma, aðsniðnar, víðar, skræpóttar og einlitar skyrtur. Skyrturnar eru framleiddar í Kína en áttatíu prósent viðskipta- vina hafa hingað til verið Banda- ríkjamenn. Þar á eftir koma Norð- menn. Þeir Yang og Crawfurd binda vonir við að geta boðið upp á sams konar síðu fyrir konur þegar fram líða stundir. - ve Karlar hanna eigin skyrtur Á síðunni er hægt að hanna skyrtur af öllum stærðum og gerðum. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Marc Jacobs og Naomi Camp- ell vinna að nýju verkefni sem styðja mun við góðgerðaverk- efni. Hvíti borðinn er eitt af þeim verk- efnum sem Sarah Brown, eigin- kona breska forsætisráðherrans, hefur tekið sérstaklega undir sinn verndarvæng. Verkefnið er alþjóðlegt og er samstarfsverkefni stofnana og ein- staklinga í um 142 löndum. Með því er stefnt að því að fækka dauðsföll- um mæðra um víða veröld og gera meðgöngu og fæðingu sem hættu- lausasta fyrir konur og börn. Þekktar stjörnur veita slíkum verkefnum oft góðan meðbyr og nú hafa Marc Jacobs, aðalhönnuð- ur Louis Vuitton, og ofurfyrirsæt- an Naomi Campell tekið höndum saman til að styrkja átakið. Mun Louis Vuitton gefa hluta af söluágóða tösku úr nýju vor- og sumarlínunni 2010 sem hönnuð er af Jacobs. Naomi, sem er einn talsmanna hvíta borðans, heim- sótti höfuðstöðvar Louis Vuitt- on í París nýlega til að velja tösk- una. Hún valdi tösku úr kakíefni og málmkenndu leðri. Taskan kemur í verslanir Louis Vuitton í mars, sama dag og 100 ár verða liðin frá fyrsta alþjóðlega mæðra- deginum. Nánar má fræðast um verkefni Hvíta borðans á vefsíðunni www. whiteribbonalliance.org. Marc og Naomi ljá mæðrunum lið Naomi með töskuna sem hún valdi en hluti af söluágóða rennur í sjóð Hvíta borðans. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.