Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 42
15. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sófar
Þegar hönnuðir gefa hugmyndafluginu lausan tauminn verður útkoman oft æði skrautleg. Sófum
er oft ætlað meira og göfugra hlutverk en að standa sem nytjahlutir fyrir framan sjónvarpið. Fagur-
kerar hafa notað þá til að veita rými vissa stemningu og skipta þá þægindin oft síður máli en útlitið.
Hér má líta nokkra sófa sem vissulega eru sérstæðir þótt litlum sögum fari af notagildi þeirra. - sg
Sérstæð form og fögur
Þessi sófi heitir Woush og er eftir Zaha Hadid. Sófinn
er nærri fjögurra metra langur og mjög sérstakur í laginu.
Lockhead Lounge er álstóll úr smiðju Marcs Newson.
Eitt eintak hans var á dögunum selt fyrir 1,1 milljón
punda. Stóllinn komst fyrst í fréttirnar þegar
söngkonan Madonna notaði hann í tónlistar-
myndbandi árið 1999 við lag sitt Rain.
Segulstál heitir þessi sófi og
dregur heiti sitt vafalaust af
löguninni.
Sófinn Moraine eftir hina
bresk/íröksku Zaha Hadid.
Joe sofa
eftir ítölsku
hönnuðina
Lomazzi,
D’Urb ino og De
Pas var hannaður
til heiðurs horna-
boltamanninum
Joe DiMaggio.
Sykurpúðasófi eftir George Nelson.
Marilyn kallast þessi sófi sem alsettur er
Swarovski-kristöllum.
Dalilips heitir þessi skemmtilegi
sófi úr smiðju spænska listmálar-
ans Salvadors Dalí.
Listamaðurinn hannaði sófann í
samvinnu við Oscar Tusquets árið
1972, fyrir hið svokallað Mae West
hebergi á Dalí-safninu í Figueres
á Spáni.
Meira en þrír áratugir liðu þar
til hafist var handa að framleiða
sófann fyrir almennan markað og
fæst hann nú í nokkrum útgáfum:
í þeim bleika lit sem þeir Dalí og
Tusquets hugsuðu sér hann upp-
haflega og svo rauðum, svörtum
og hvítum að auki.
Sjá heimasíðu Bd Barcelona de-
sign, www.bdbarcelona.com/.
Kúrt í kyssilegum vörum
Dalí hugsaði sér sófann upphaflega í bleiku en hann er nú fáanlegur í fleiri litum.