Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 67
FIMMTUDAGUR 15. október 2009 51
Breska söngkonan Lily Allen
hefur unnið skaðabótamál sem
hún höfðaði á hendur slúðurblað-
inu The Sun. Blaðið hélt því fram
fyrr á árinu að hún hefði gert
lítið úr fótboltamönnum og eigin-
konum þeirra, þar á meðal David
og Victoriu Beckham, í viðtali við
franska tímaritið So Foot. Lily
vísaði fréttinni snarlega á bug
og höfðaði mál gegn blaðinu. The
Sun hefur viðurkennt að hafa lagt
söngkonunni orð í munn, og sendi
afsökunarbeiðni til hennar sem
var birt í síðasta mánuði.
Skaðabætur
handa Lily
LILY ALLEN Breska söngkonan vinnur
skaðabótamál á hendur blaðinu The
Sun.
Í viðtali við breskt tímarit segir
söngkonan Fergie að hún hafi
eitt sinn verið heilluð af undir-
heimamenningu Los Angeles.
Fergie, sem var þá meðlimur
í stúlknabandinu Wild Orchid,
sökkti sér niður í skemmtanalíf-
ið og eiturlyfjanotkun á
þessum tíma. „Ég var
heltekin af glæpa-
gengjum og fannst
hugmyndin mjög
rómantísk og heill-
andi. En eftir
að byssu var
miðað á höfuð
mitt eitt kvöldið
ákvað ég að nú
væri komið nóg.
Maður á ekki
að taka þessum
heimi of létt.
En mér finnst
suðuramer-
ískir glæpa-
menn enn mjög
sætir,“ segir
söngkonan.
Heillast af
glæponum
HEILLUÐ AF GLÆPAMÖNN-
UM Fergie heillaðist af
suðuramerískum glæpa-
gengjum í Los Angeles.
„Þetta er fyrsta einkasýningin mín
– það hefur alltaf blundað í mér að
halda sýningu,“ segir ljósmyndar-
inn Hörður Sveinsson.
Myndir og Mayhem, ljósmynda-
sýning Harðar, var opnuð í Kaffi-
stofunni Hverfisgötu 42 í gær og
stendur fram yfir Iceland Air-
waves-hátíðina. Sýningin er helg-
uð íslensku tónlistarlífi og henni
samhliða verður tónleikadag-
skrá þar sem hljómsveitir á borð
við Reykjavík!, Mammút, Sudden
Weather Change og Sykur koma
fram. „Ég valdi allar hljómsveit-
irnar sjálfur,“ segir Hörður. „Þetta
eru uppáhaldshljómsveitirnar
mínar í augnablikinu.“ Óvæntar
hljómsveitir koma fram á fimmtu-
dags-, föstudags- og laugardags-
kvöld, en Hörður vill ekkert láta
uppi um þær.
Hörður hefur myndað fjöl-
margar hljómsveitir og listamenn
síðustu ár, meðal annars Björk,
Sigur Rós, Emilíönu Torrini, Agent
Fresco, Múm, Megas, Magna og
Mugison. Hann hefur meðal ann-
ars myndað fyrir Grape vine,
Fréttablaðið og Monitor og mynd-
irnar hans hafa birst í fjölmörgum
erlendum miðlum.
Sýning Harðar er haldin í sam-
starfi við tónlistarsjóðinn Kraum,
Útflutningsstofu íslenskrar tónlist-
ar og Listaháskóla Íslands. - afb
Fyrsta einkasýning Harðar Sveinssonar
FYRSTA SÝNINGIN Hörður var á fullu að
undirbúa sýninguna þegar Fréttablaðið
bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur
- Lancôme taska
- Kinnalitur í sólarpúðurlit
- Aqua Fusion rakakrem 15 ml
- Lancôme Sérum 10 ml
- Lancôme maskari
- Juicytubes gloss 7 ml
- Khol blýantur
Verðmæti kaupaukans 13.000 krónur
Einnig aðrar gerðir kaupauka.
LANCÔME DAGAR Í DEBENHAMS
15. TIL 21. OKTÓBER
*
G
ild
ir
á
ky
nn
in
gu
nn
i m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t.
G
ild
ir
ek
ki
m
eð
2
b
lý
ön
tu
m
o
g
Bo
ca
ge
. E
in
n
ka
up
au
ki
á
v
ið
sk
ip
ta
vi
n.
Afhjúpaðu munúð þína
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
íslensk hönnun
og handverk