Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 70
54 15. október 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabla- KÖRFUBOLTI Keppni í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Íslands- meistarar KR sækja FSu heim, ÍR fær Njarðvík í heimsókn og Snæ- fell tekur á móti Hamri. KR á titil að verja frá síðasta tímabili en mætir til leiks með mikið breytt lið. Grindavík er spáð titlinum í ár og Benedikt Guð- mundsson er sammála þeirri spá. „Grindavík er augljós kostur í fyrsta sætið enda með sterkasta liðið eins og staðan er í dag. Það hafa orðið litlar breytingar á lið- inu og ef Kaninn er góður verður erfitt að stoppa þá. Það eina sem þeir eiga eftir að sakna er Helgi Jónas. Ég held að liðið eigi eftir að sakna hans meira en margur held- ur,“ sagði Benedikt. Snæfelli var spáð öðru sæti deildarinnar á árlegum kynning- arfundi KKÍ en KR aðeins þriðja sæti. Benedikt er ekki alveg sam- mála þeirri spá. „Ég set KR í annað sætið en Snæfell í það þriðja. Ég er kannski pínuhlutdrægur en ég hef mikla trú á þessum strákum hjá KR. Menn eru mikið að bera liðið saman við það sem var í fyrra en þá gleym- ist stundum að flestir þessara stráka voru í liðinu 2007 sem þá varð einnig meistari,“ sagði Bene- dikt sem hefur einnig trú á fyrr- um aðstoðarmanni sínum, Inga Þór Steinþórssyni, sem nú stýrir liði Snæfells. „Snæfelli hefur gengið mjög vel á undirbúningstímabilinu. Þeir verða samt að fá sér Kana ef þeir ætla að eiga möguleika á titlinum,“ segir Benedikt. „Svo er eðlilegt að Breiðablik og FSu sé spáð falli. Bæði lið hafa misst mikið. Vetur- inn verður þungur fyrir bæði lið.“ henry@frettabladid.is Grindavík er með sterkasta liðið Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs KR og núverandi þjálfari kvennaliðs félagsins, spáir því að Grindavík hirði Íslandsmeistaratitilinn í ár. Hann segir eðlilegt að spá Breiðablik og FSu falli. MUNU LYFTA OFTAR Leikmenn Grindavíkur munu lyfta fleiri bikurum í vetur ef spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna gengur eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Charlie Davies, leik- maður Sochaux í Frakklandi og fastamaður í bandaríska lands- liðinu, slasaðist þegar hann lenti í slæmu bílslysi í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. 22 ára gömul kona lést í árekstrinum en ástand Davies er sagt vera alvarlegt en stöðugt. Hann fótbrotnaði illa og fór í aðgerð vegna þessa. Meiðslin eru ekki lífshættuleg en óvíst er nú um þátttöku hans á HM í Suður-Afríku á næsta ári. Það yrði nokkur blóðtaka fyrir Bandaríkjamenn ef Davies getur ekki spilað. Bandaríkjamenn hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í úrslita- keppni HM en liðið mætir Kosta- ríku í undankeppninni í kvöld. - esá Áfall fyrir Bandaríkjamenn: Landsliðsmað- ur í bílslysi FÓTBOLTI Forráðamenn Barcelona segja ekkert vera hæft í þeim ásökunum að nýr samningur Lionels Messi stríði gegn reglum FIFA. Samningur Messi er til árs- ins 2016 en forseti heimssam- taka knattspyrnumanna segir að samningar megi ekki vera lengri en til fimm ára í senn. Hafa sam- tökin kvartað til FIFA vegna þessa samnings. Forráðamenn Barcelona segj- ast ekki hafa fengið nein skeyti, hvorki frá leikmannasamtökun- um né frá FIFA. Í yfirlýsingu félagsins kemur einnig fram að samningurinn sé í samræmi við öll lög og þar á meðal lög FIFA en þeir segja að þar komi fram að samningur geti verið lengri en til fimm ára. Ekki fylgir sögunni hvort Messi sjálfur hafi kvartað til leikmannasamtakanna en það verður að teljast ólíklegt að hann hafi verið neyddur til þess að skrifa undir samninginn við spænska risann. - hbg Forráðamenn Barcelona: Samningurinn er löglegur LIONEL MESSI Er ánægður í Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > McShane og Jón Gunnar skiptu um treyju Sérkennileg félagaskipti áttu sér stað á íslenska leikmanna- markaðnum í knattspyrnu í gær þegar tveir miðjumenn einfaldlega skiptu um treyjur. Paul McShane fór til Kefla- víkur og Jón Gunnar Eysteinsson til Fram. Bein skipti. Jón Gunnar er þar með aftur kominn undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar sem þjálfaði hann hjá Fjarðabyggð. Einnig hittir Jón Gunnar fyrir hjá Fram gamlan félaga að austan, Halldór Hermann Jónsson, en sá hefur slegið í gegn með Fram síðustu tvö tímabil. Íslenska landsliðið í handbolta tapaði í gær fyrir Frökkum ytra í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM kvenna sem fer fram á næsta ári, 32-23. Staðan í hálfleik var 16-12, Frökkum í vil. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari var ánægður með margt í leik íslenska liðsins. „Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa með níu marka mun en við vorum að spila við frábært lið í troðfullri höll. Við byrjuðum illa og lentum undir, 7-1. Við það þurftum við að eyða miklum kröftum í að koma okkur aftur inn í leikinn en það tókst og ég var mjög ánægður með það,“ sagði Júlíus. „Eftir það var munurinn lengi vel aldrei meiri en 3-4 mörk. Við áttum svo möguleika á að koma okkur enn betur inn í leikinn á 11. mínútu seinni hálfleiks. Þá var staðan 21-18 og við einum fleiri. En í stað þess að við skoruðum tvö mörk feng- um við tvö mörk á okkur. Þær fór svo að stinga okkur af á síðasta korterinu. Við vorum að gera mikið af mistökum í sóknarleiknum og það má ekki gegn jafn sterku liði og því franska. Þær voru mjög fljótar að refsa okkur.“ Ísland er einnig með Bretlandi og Austurríki í riðli en Júlíus segir engan vafa leika á því að Frakkar séu með sterkasta lið riðilsins. „Þetta er lið í hæsta gæðaflokki og gríðarlega sterkt. En við gáfumast aldrei upp og vorum að skapa þeim smá vandræði. Við byrjuðum frekar illa og síðustu tíu mínúturnar voru heldur ekki góðar. Þess á milli var ég talsvert ánægðari með leik liðsins.“ Ísland mætir næst Austurríkismönnum í Vodafone- höllinni og segir Júlíus að um algeran lykilleik sé að ræða. „Þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli upp á framhaldið að gera. Við höfum nú nokkra daga til að sleikja sárin og undirbúa okkur fyrir það einvígi. Við ætlum okkur að leggja allt sem við eigum í leikinn og hvetj- um alla til að koma og styðja við bakið á okkur. Við þurfum á því að halda.“ FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Í UNDANKEPPNI EM 2010: NÍU MARKA TAP Í FRAKKLANDI Gáfumst aldrei upp gegn sterkum Frökkum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.