Fréttablaðið - 15.10.2009, Side 72

Fréttablaðið - 15.10.2009, Side 72
56 15. október 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson mun að öllum líkindum fara aftur til Malmö í Svíþjóð í næsta mánuði þar sem forráðamenn Malmö FF vilja skoða hann nánar. Hann fór til félagsins í síðasta mánuði og stóð sig vel. „Mér leist mjög vel á félagið. Það er gríð- arlega góð umgjörð í kringum liðið og mér leist mjög vel á allar aðstæður,“ sagði Jósef. Hann skoraði annað marka Íslands í 2-1 sigri á Norður- Írlandi í fyrrakvöld í heimabæ sínum og hefur verið fastamað- ur í liði Grindavíkur undanfarin þrjú tímabil. - esá Jósef Kristinn Jósefsson: Aftur til Malmö FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson, yfir- maður knattspyrnumála hjá KR, segir yfirgnæfandi líkur á því að félagið muni ganga frá sölu á markverðinum Stefáni Loga Magnússyni nú um helgina. Stefán Logi hefur verið í láni hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström síðan í sumar og þótt standa sig mjög vel. „Þeir hafa mikinn áhuga á að fá Stefán Loga en það var vitað að þeir myndu taka sér góðan tíma til að skoða hann. Mér skilst þó að það sé stutt í að það verði hægt að ganga endanlega frá þessu,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Enn er óvíst hvort Andre Hans- en verði seldur frá Lilleström til KR. Sjálfur hefur hann þó lýst yfir áhuga á að vera áfram í her- búðum félagsins. Lilleström er í ellefta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. - esá Stefán Logi Magnússon: Salan kláruð á næstu dögum FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason hélt í gær til Belgíu þar sem hann mun æfa og spila með úrvals- deildarfélaginu Genk næstu tíu dagana. Frá þessu var greint á fótbolti.net. Alfreð var kjörinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í sumar en hann var þriðji marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Alls skoraði hann þrettán mörk í átján leikjum með Breiðabliki í sumar. Hann skoraði auk þess bæði mörk Blika í bikarúrslita- leiknum gegn Fram á dögunum. - esá Alfreð Finnbogason: Æfir og spilar með Genk ALFREÐ Gæti verið á leið í atvinnu- mennskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Pétur Georg Markan hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Fjölni. Hann lék með Val í sumar en með Fjölni frá 2005 til 2008. Hann gerir nú tveggja ára samning við Fjölni. „Eftir að hafa skoðað þá kosti sem mér stóðu til boða stóð hug- urinn þangað. Mér finnst spenn- andi að fara aftur upp í Grafar- voginn og taka þátt í þeim metnaðarfullu verkefnum sem eru fram undan þar.“ - esá Pétur Georg Markan: Aftur í Fjölni HANDBOLTI Haukar og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í æsispennandi leik á Ásvöllum í gær. Leikur- inn var í járnum allan tímann og jafntefli líklega sanngjörn niður- staða. Akureyri var skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn en Haukar komust yfir undir lokin. Liðin skiptust á að hafa forystuna í þeim seinni. Lokamínútan var æsispenn- andi. Birkir Ívar varði tvö skot í röð frá Akureyri og sá til þess að sitt lið fékk lokasóknina. Það kom í hlut Sigurbergs að taka lokaskot leiksins en Hafþór varði það. Meistararnir urðu því að sætta sig við eitt stig á heima- velli í gær. Þeir rétt mörðu slakt lið Stjörnunnar í fyrsta leik og skor- uðu svo aðeins 24 mörk gegn Akur- eyri sem var án tveggja af sínum bestu varnarmönnum. Sigurberg- ur á enn nokkuð í land og Björg- vin ekki eins tilbúinn og búist var við. Nýliðar á borð við Tjörva Þor- geirsson virðast síðan ekki tilbún- ir í slaginn. Birkir Ívar dró Haukaliðið inn í leikinn í gær er þeir voru að tapa honum og Haukar geta þakkað honum fyrir stigið. Pétur Pálsson var einnig firnasterkur á línunni en sóknarleikinn þarf liðið að laga hið fyrsta. Akureyringar spiluðu hörku- vörn lengstum í gær og þurftu ekki sömu markvörslu og Haukar þó svo Hafþór hafi varið ágætlega á köflum. Heimir Örn var geysi- lega drjúgur á lokakaflanum en slíkt hið sama verður ekki sagt um Árna Þór sem átti skelfilegan leik. Oddur var flottur og Hafþór ágæt- ur í markinu. „Fyrirfram hefði maður verið sáttur við stig en eftir þennan leik hefði maður viljað meira. Við feng- um færi til þess að klára leikinn og slíta okkur frá þeim en við nýttum þau ekki,“ sagði Jónatan Magnús- son, leikmaður Akureyrar. Ekki náðist í þjálfara né leik- menn Hauka sem létu sig hverfa hið fyrsta inn í klefa, líklega á krísufund. henry@frettabladid.is Vandræðagangur á Haukum Íslandsmeistarar Hauka fara ákaflega hægt af stað á Íslandsmótinu í ár og nokkur vandræðagangur í leik liðsins og þá aðallega sóknarleiknum. Væng- brotið lið Akureyrar sótti gott stig á Ásvelli í gærkvöld. SEIGUR Heimir Örn Árnason var drjúgur í liði Akureyrar á Ásvöllum í gær. Hann skor- aði sex mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N1-deild karla: Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%. Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán). Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin). Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%. Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn). Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór). Utan vallar: 6 mín.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.