Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 72
56 15. október 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson mun að öllum líkindum fara aftur til Malmö í Svíþjóð í næsta mánuði þar sem forráðamenn Malmö FF vilja skoða hann nánar. Hann fór til félagsins í síðasta mánuði og stóð sig vel. „Mér leist mjög vel á félagið. Það er gríð- arlega góð umgjörð í kringum liðið og mér leist mjög vel á allar aðstæður,“ sagði Jósef. Hann skoraði annað marka Íslands í 2-1 sigri á Norður- Írlandi í fyrrakvöld í heimabæ sínum og hefur verið fastamað- ur í liði Grindavíkur undanfarin þrjú tímabil. - esá Jósef Kristinn Jósefsson: Aftur til Malmö FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson, yfir- maður knattspyrnumála hjá KR, segir yfirgnæfandi líkur á því að félagið muni ganga frá sölu á markverðinum Stefáni Loga Magnússyni nú um helgina. Stefán Logi hefur verið í láni hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström síðan í sumar og þótt standa sig mjög vel. „Þeir hafa mikinn áhuga á að fá Stefán Loga en það var vitað að þeir myndu taka sér góðan tíma til að skoða hann. Mér skilst þó að það sé stutt í að það verði hægt að ganga endanlega frá þessu,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Enn er óvíst hvort Andre Hans- en verði seldur frá Lilleström til KR. Sjálfur hefur hann þó lýst yfir áhuga á að vera áfram í her- búðum félagsins. Lilleström er í ellefta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. - esá Stefán Logi Magnússon: Salan kláruð á næstu dögum FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason hélt í gær til Belgíu þar sem hann mun æfa og spila með úrvals- deildarfélaginu Genk næstu tíu dagana. Frá þessu var greint á fótbolti.net. Alfreð var kjörinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í sumar en hann var þriðji marka- hæsti leikmaður deildarinnar. Alls skoraði hann þrettán mörk í átján leikjum með Breiðabliki í sumar. Hann skoraði auk þess bæði mörk Blika í bikarúrslita- leiknum gegn Fram á dögunum. - esá Alfreð Finnbogason: Æfir og spilar með Genk ALFREÐ Gæti verið á leið í atvinnu- mennskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Pétur Georg Markan hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Fjölni. Hann lék með Val í sumar en með Fjölni frá 2005 til 2008. Hann gerir nú tveggja ára samning við Fjölni. „Eftir að hafa skoðað þá kosti sem mér stóðu til boða stóð hug- urinn þangað. Mér finnst spenn- andi að fara aftur upp í Grafar- voginn og taka þátt í þeim metnaðarfullu verkefnum sem eru fram undan þar.“ - esá Pétur Georg Markan: Aftur í Fjölni HANDBOLTI Haukar og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í æsispennandi leik á Ásvöllum í gær. Leikur- inn var í járnum allan tímann og jafntefli líklega sanngjörn niður- staða. Akureyri var skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn en Haukar komust yfir undir lokin. Liðin skiptust á að hafa forystuna í þeim seinni. Lokamínútan var æsispenn- andi. Birkir Ívar varði tvö skot í röð frá Akureyri og sá til þess að sitt lið fékk lokasóknina. Það kom í hlut Sigurbergs að taka lokaskot leiksins en Hafþór varði það. Meistararnir urðu því að sætta sig við eitt stig á heima- velli í gær. Þeir rétt mörðu slakt lið Stjörnunnar í fyrsta leik og skor- uðu svo aðeins 24 mörk gegn Akur- eyri sem var án tveggja af sínum bestu varnarmönnum. Sigurberg- ur á enn nokkuð í land og Björg- vin ekki eins tilbúinn og búist var við. Nýliðar á borð við Tjörva Þor- geirsson virðast síðan ekki tilbún- ir í slaginn. Birkir Ívar dró Haukaliðið inn í leikinn í gær er þeir voru að tapa honum og Haukar geta þakkað honum fyrir stigið. Pétur Pálsson var einnig firnasterkur á línunni en sóknarleikinn þarf liðið að laga hið fyrsta. Akureyringar spiluðu hörku- vörn lengstum í gær og þurftu ekki sömu markvörslu og Haukar þó svo Hafþór hafi varið ágætlega á köflum. Heimir Örn var geysi- lega drjúgur á lokakaflanum en slíkt hið sama verður ekki sagt um Árna Þór sem átti skelfilegan leik. Oddur var flottur og Hafþór ágæt- ur í markinu. „Fyrirfram hefði maður verið sáttur við stig en eftir þennan leik hefði maður viljað meira. Við feng- um færi til þess að klára leikinn og slíta okkur frá þeim en við nýttum þau ekki,“ sagði Jónatan Magnús- son, leikmaður Akureyrar. Ekki náðist í þjálfara né leik- menn Hauka sem létu sig hverfa hið fyrsta inn í klefa, líklega á krísufund. henry@frettabladid.is Vandræðagangur á Haukum Íslandsmeistarar Hauka fara ákaflega hægt af stað á Íslandsmótinu í ár og nokkur vandræðagangur í leik liðsins og þá aðallega sóknarleiknum. Væng- brotið lið Akureyrar sótti gott stig á Ásvelli í gærkvöld. SEIGUR Heimir Örn Árnason var drjúgur í liði Akureyrar á Ásvöllum í gær. Hann skor- aði sex mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N1-deild karla: Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%. Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán). Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin). Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%. Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn). Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór). Utan vallar: 6 mín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.