Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 78

Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 78
62 15. október 2009 FIMMTUDAGUR Fjórtán þúsund manns hafa séð kvik- myndina Stúlkan sem lék sér að eldin- um síðan hún var frumsýnd 2. október. Að auki hafa um sex þúsund eintök selst af samnefndri bók sem var gefin út í íslenskri þýðingu 18. september. „Þetta er bara algjört æði, það hefði enginn getað látið sig dreyma um þetta. Þetta er bara mjög óvenjulegt,“ segir Guð- rún Vilmundardóttir hjá útgáfunni Bjarti. „Hún nær á mánuði því sem hin tók á ári,“ bætir hún við og á þar við fyrstu bókina í Millennium-þríleiknum, Karlar sem hata konur. Hún hefur selst í um sex þúsund eintökum innbundin síðan hún kom út í október í fyrra. Eftir að hún kom út í kilju hafa níu þúsund eintök bæst við. Þriðja og síðasta bókin, Loftkastalinn sem hrundi, er væntanleg í íslenskri þýð- ingu í næsta mánuði. Ensk þýðing hennar er þegar komin í búðir og hefur selst vel. Guðrún segir að þeir sem geti ekki beðið eftir íslensku þýðingunni fái sér hana. Engu að síður hefur hún heyrt kvartanir. „Hann er allt öðruvísi þessi skandinavíski heimur sem við höfum aðgang að. Mér skilst að fólki finnist hann ekki komast nógu vel til skila í ensku útgáfunni.“ Hvað varðar kvikmyndina er hún skammt undan Körlum sem hata konur í aðsókn miðað við jafnlangan sýningar- tíma. Nítján þúsund manns sáu hana á jafnlöngu tímabili og endaði aðsóknin í 52 þúsund gestum. Hún er önnur mest sótta mynd ársins hjá Senu á eftir Hangover. Að auki er DVD-mynddiskurinn með Körlum sem hata konur uppseldur hjá útgefanda. Sex þúsund eintök eru farin og er von á nýrri sendingu von bráðar. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég set alltaf á „shuffle“, þannig að það getur verið allt frá Hrekkjusvínum upp – eða niður – í Queens of the Stone Age og System of a Down. Rammstein eða Abba, að ógleymdum S/H draumi, Sprengjuhöllinni, Fræbb- blunum, Mannakorni, Amy Wine- house, Ramones, Noruh Jones og AC/DC. Og fugl dagsins auðvitað.“ Ævar Örn Jósepsson rithöfundur. LÁRÉTT 2. vegsama, 6. hljóm, 8. frestur, 9. draup, 11. tveir eins, 12. mont, 14. skýli, 16. átt, 17. dreift, 18. tæfa, 20. tveir eins, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. fita, 3. pot, 4. litur, 5. þróttur, 7. naggrís, 10. kverk, 13. hólf, 15. sjá eftir, 16. hlóðir, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofa, 6. óm, 8. töf, 9. lak, 11. ll, 12. grobb, 14. skáli, 16. sv, 17. sáð, 18. tík, 20. rr, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. tólg, 3. ot, 4. fölblár, 5. afl, 7. marsvín, 10. kok, 13. bás, 15. iðra, 16. stó, 19. ká. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Kredia hf. 2 Westlife. 3 Veigar Páll Gunnarsson. STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM Millennium-æðið er heldur betur í fullum gangi hér á landi. Íslendingar fá ekki nóg af Lisbeth Salander. Líf og fjör. Músík og útlendingar á hverju götuhorni. Jebb, Airwaves er gengin í garð og miðbærinn fær vel þegna vítamínsprautu. Yuka Ogura, sem býr í Yokohama í nágrenni Tókýó í Japan, er mætt á sína sjöundu Airwaves-hátíð og fer fyrir 22 japönskum ferða- mönnum sem komnir eru gagn- gert til að upplifa Airwaves. „Ég kom reyndar með aðeins fleiri í fyrra,“ segir Yuka. „Ég held að fréttir af óeirðunum sem voru hérna í kjölfar efnahags- hrunsins hafi fælt frá. Að minnsta kosti í Japan. Bandarískum og evrópskum ferðamönnum hefur þó ekkert fækkað, held ég.“ Yuka er mikill Íslandsvinur og er búin að sinna áhuga sínum á íslenskri músík af mikilli elju síð- ustu árin. Hún rekur netverslun og selur tónlist sem hún pantar frá Íslandi og bloggar um íslenska tónlist og allt annað sem íslenskt er á icelandia1.exblog.jp. „Það er japanskt fólk á landinu núna sem er ekki á mínum vegum heldur hefur bara lesið bloggið mitt og komið af sjálfsdáðum,“ segir hún. „Fólkið sem ég er með er mest í kringum þrítugt, en sá yngsti er nítján ára og sá elsti 49 ára. Þetta er alls konar fólk. Það fæst við ýmis störf heima í Japan, en þau eiga sameiginlegan þennan mikla áhuga á Íslandi og þá sérstaklega á tónlistinni.“ Yuka segir aðdráttarafl Airwaves-hátíðarinnar mikið. „Fólk er búið að hlakka til þess- arar ferðar lengi. Þetta góða andrúmsloft sem ríkir á hátíð- inni hefur spurst út og öll þessi góða tónlist sem er í boði. Ekki skemma allir þessir frábæru veit- ingastaðir fyrir. Svo förum við auðvitað líka í „Golden circle“- ferðina og í Bláa lónið.“ Yuka hefur komið árlega á Air- waves síðan 2003, en hún hefur líka komið til Íslands fyrir utan hátíðina, nú síðast í sumar þegar hún fylgdi japönsku poppstjörn- unni Tomoyo Harada til landsins. Sú var mjög vinsæl á 9. og 10. ára- tugunum, bæði sem leik- og söng- kona. „Hún tók upp eitt lag með Valgeiri Sigurðssyni og tvö lög með múm. Þessi lög ásamt fleir- um eru á nýjustu plötunni henn- ar sem heitir „Eyja“, af því hún var tekin upp á tveimur eyjum, Íslandi og Japan. Hún tók upp myndband á Íslandi og plötuum- slagið var tekið hér.“ En hvað með gestsaugað glögga? Hvernig líst Yuku á kreppuþjóð- ina? „Mér fannst nú vera miklu fleiri auð rými við Laugaveginn þegar ég kom í sumar,“ segir hún. „Mér finnst eins og það sé ekk- ert að, eins og ekkert hafi breyst. Enginn sem ég tala við er eitt- hvað langt niðri. En það er svo sem fullt af auðum húsum og hálfbyggðum þegar maður fer eitthvað út úr miðbænum.“ YUKA OGURA: MÆTT Á SJÖUNDU AIRWAVES-HÁTÍÐINA SÍNA Japönsk innrás á Airwaves JAPANSKIR ÍSLANDSÁHUGAMENN Á RÁNARGÖTUNNI Yuka Ogura (með hvíta veskið) og galvaskir Íslandsfarar á hennar vegum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Maður var brosandi út að eyrum þangað til í gær, þá bara búmm!“ segir Sæþór Ágústsson, bassaleik- ari hljómsveitarinnar Hoffman. Tveir meðlimir Hoffman hafa greinst með svínaflensu og liggja nú heima í bælinu. Hoffman var ein af fáum hljómsveitum sem áttu að koma tvisvar fram á Iceland Airwaves-hátíðinni, sem hófst í gær. „Bjarki vill reyndar meina að hann sé að bragg- ast, en Óli liggur bara,“ segir Sæþór svekktur. Hoffman átti að koma fram á Sódómu í gær og Grand Rokki í kvöld. Þá átti hljómsveitin að koma fram á utandagskrártónleikum á Dillon á föstudag á undan hljómsveitinni Klink. Róbert Aron Magnússon, upplýsingafulltrúi Ice- land Airwaves-hátíðarinnar, segir að aðrar hljóm- sveitir hafi ekki hringt sig inn veikar. „Vonandi sleppur þetta fram yfir helgi,“ segir hann og bætir við að leitt sé að horfa á eftir Hoffman. „Flensan hefur herjað illa á þá. Við vonum að þeir nái bata sem fyrst.“ - afb Svínaflensa hindrar Hoffman VEIKIR Hljómsveitin Hoffman varð að hætta við tvenna tón- leika á Iceland Airwaves. Ótrúlegar vinsældir Stiegs Larsson Páll Óskar kemur fram með hljómsveitinni Hjaltalín á Iceland Airwaves-hátíðinni í Hafnarhúsinu á laugardagskvöld. Palli syngur ekki aðeins ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér með hljómsveitinni, heldur ætlar Hjaltalín að flytja með honum nokkur af allra vinsæl- ustu lögum popparans. Þá heyrist að Palli komi til með að syngja nýtt lag af óútkominni plötu Hjaltalín á tónleikunum. DV greindi frá því í gær að sjón- varpsmaðurinn Helgi Seljan myndi flytja tímabundið til Akur- eyrar um áramótin þar sem hann væri kominn með nóg af Reykjavík í bili. Ekki kom fram hvað verður um starf hans í Kastljósi Sjónvarps- ins, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann ekki að hætta þar. Hann verður reyndar minna áber- andi á skjánum, en á móti verður hann nýr liðsmaður svæðis- útvarps Norðurlands svo að þeir sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu ættu að kaupa lyktareyði áður en sporhundurinn mætir á svæðið. Þjófinn, sem stal útprentaðri þýðingu á Týnda tákninu eftir Dan Brown úr höfuðstöðvum Bjarts, hefur væntanlega rekið í rogastans þegar hann skoðaði eintakið betur. Kaflarnir voru aðeins 125 talsins en alls eru 134 kaflar í bókinni. Vantaði því sögulokin í próförk- ina og von- brigðin hafa því vafalítið verið mikil þegar þjófurinn komst að hinu sanna. - afb, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fundur um SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur hjá áfallamiðstöð Landspítalans fl ytur erindi um sorg og sorgarviðbrögð í safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, fi mmtudagskvöld kl. 20. Allir velkomnir. nydogun@nydogun.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.