Ljósberinn - 01.06.1946, Qupperneq 22

Ljósberinn - 01.06.1946, Qupperneq 22
hátt vöndust þau hvort öðru og urðu mestu mátar; kom þar að lokum, að þau gátu aldrei skilið, að kalla mátti. Liðu svo fram tímar. Kóngsdóttirin óx upp og varð hin fríð- asta og elskulegasta mær. Svo bar til einn dag, að hún var á gangi úti í hallargarðinum og beið eftir Mons. Sá hún þá kanarífugl sitja þar á trjágrein; hélt hún að það væri fuglinn sinn og að hann hefði sloppið út úr búrinu. Hún fór því að reyna að ná honum, en hann flaug grein af grein og tókst henni ekki að handsama hann. — Við þetta varð hún svo æst og áköf, að hún gáði þess ekki, hvert hún fór. — Flaug fuglinn svo út úr hallargarðinum og út í dimman skóg skammt þaðan. — Þegar þau voru kom- in inn í miðjan skóginn, nam fuglinn staðar við stóran hellismunna og var sam- stundis horfinn. En frammi fyrir kóngs- dóttur stóð stór og tröllslegur maður, ófrýnn ásýndum. Hann var með mikið, rautt hár og stór augu og var sem eld- ur brynni úr þeim. Nefið á honum var líkast stærðar kartöflu. Munnurinn náði út undir eyrun þegar liann hló, en minnk- aði nokkuð þegar liann reiddist. Var út- lit hans allt nægilega ferlegt til þess að skjóta einmana ungling skelk í bringu, enda varð kóngsdóttur svo mikið um, er liún sá hann, að hún rak upp liljóð og leið í ómegin. Þegar hún raknaði við aftur, lá hún í indælu fílabeinsrúmi með silkisængum og allt umhverfis hana var úr skírasta gulli og silfri. Við þá sjón gladdist hún mjög, en sú gleði stóð ekki lengi, því karl- hræðan var þegar komin til hennar. And- lit hans varð allt að einu ógeðslegu brosi,

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.