Ljósberinn - 01.06.1946, Síða 29
ljósberinn
109
íbúðarhússins. Mesta ánægja Steves var
að gera liúsið hreint. Jim var oft með
honum, ekki eingöngu vegna þess, að
honum þætti gaman að dúfunum, heldur
af því, að hann hafði ánægju af að vera
^eð jafnaldra sínum. Og svo var þarna
uppi prýðilegt útsýni yfir töluverðan
hluta Eastends. í grennd við höfnina
héldu dúfurnar sig jafnan. Þar tíndu þær
Upp korn, er fór til spillis. Stundum kom
fyrir, að ein og ein dúfa skilaði sér ekki
heim í dúfnahúsið. Þá reiddist Steve og
óskaði þeim alls hins versta, er rændi
dúfunum hans.
En Jim mátti ekki fórna miklum tíma
til leika með Steve. Hann varð að liugsa
Um munn og maga. Hann hafði lofað Ant-
hony því hátíðlega að létta undir með
Jane. Blómin, sem hann bjó til á kvöld-
m, fékk hann að selja á götunni sjálfur.
Hann komst brátt að raun um, að það
var ekki alltaf auðvelt að vera verzlun-
armaður. Oft kom fyrir, að liann gengi
götu eftir götu, án þess að honmn áskotn-
aðist nokkur skildingur. En stundum
hafði liann selt öll blómin áðjir en hann
vissi af. Þá var liann ánaégður og ráð-
gerði í huganum kaup á nýjum fötum,
minnsta kosti fötum frá veðlánara. En
daginn eftir var eins og oftast treg sala
°g kaupum á nýjum fötum varð að fresta.
Svo skeði atburður, sem orsakaði mjög
miklar breytingar á lífi Jims.
Dag nokkurn kom hann heim í rökkr-
mu með stóran poka af kolamolum og
sPýtum, er hann hafði safnað saman nið-
við hafnarbakkann. Hann var ánægð-
m með dagsverkið og hlakkaði til að sjí
gleðibros á andliti Janes, þegar hún kæmi
Leim. Hann fór með pokann inn í skúr-
inn sinn og beið þar eftir Jane. Steve
kom og vildi fá liann með sér til dúfn-
anna. Nú saknaði Steve dúfu, er ekki
hafði sézt allan daginn. Þeir voru uppí
í dúfnahúsinu klukkutíma, en þegar þeir
komu niður, var Jane ennþá ókomin. Við
þessu var ekkert að gera. Jim fór á stúf-
ana að ná sér í matarbita.
Það var dimmt og drungalegt, þegar
liann kom aftur. Honum þótti undarlegt
að engin Ijósglæta skyldi sjást hjá Jane.
Nú hlaut hún þó að vera komin heim.
Þegar liann stóð fyrir framan dyrnar hjá
henni, lieyrði hann greinilega lijartslátt
sinn. Ef hún væri nú ennþá ókomin?
Hvað átti hann þá að gera? Jú, hann gat
auðvitað farið niður í kanínuskúrinn og
skriðið ofan í kassann. En hvar var Jane?
Hann barði einu sinni ennþá, en enginn
kom til dyra. Jane var ekki heima. Það
hafði aldrei komið fyrir um þetta leyti
dags. Hann barði aftur. Árangurslaust.
Hvar gat hún verið? Jim hljóp út á götu
og skimaði í allar áttir eftir henni. En
livergi sá liann Jane. Klukkustund eftir
klukkuStund ráfaði hann um fram og
aftur. Það byrjaði að rigna og hann varð
gegnblautur á skömmum tíma, en hann
sinnti því engu. Lögregluþjónn kom auga
á hann. Hvers konar piltur var þetta?
Það var víst bezt að liafa tal af lionum,
en áður en af því yrði, var Jim horfinn.
Hann fór heim að gá, livort Jane væri
máske komin.
En þar var sama myrkrið og þögnin.
Alla nóttina gekk Jim um göturnar,
holdvotur og þreyttur. Hann fór alla leið
til St. Pauls-kirkju og niður að höfn, en
hvergi kom liann auga á Jane. Það var
eins og jörðin liefði gleypt hana.