Ljósberinn - 01.12.1949, Page 17

Ljósberinn - 01.12.1949, Page 17
LJÓSBERINN 193 Alipif Davíös litla Davíð litli kom í skólann npkkrum dögum eftir að kennsla þar hófst, vegna þess að for- eldrar hans voru nýflutt í héraðið. Það var aðeins eitt sæti óskipað í skólanum, morg- uninn, seni hann kom, og það var við hlið- ina á stórum dreng, Natan að nafni. Það sæt'i var venjulegast autt, svo framarlega sem kemt- arinn gat komið því svo fyrir. Öllum bar saman um það, að Natan væri erfiðasti dreng- urinn í skólanum. En þenna morgun var ekkert annað sæti til handa Davíð. Kennarinn liorfði á þenna iitla lærisvein sinn, með rjóðu kinnarnar, og það var auðsætt af augnaráði lians, að hon- um var þvert um geð að setja Davíð við hlið- ina á Natan, og sáu það allir nema Davíð sjálfur. Hann settist á sinn stað og leit feimn- islega, en vingjarnlega til sessunautar síns. Natan reyndi að láta eins og hann sæi hann ekki, því liann vissi, að allra augu hvíldu á honum. Kennarinn gaf Natan iðidega gætur á með- an á kennslunni stóð, en allt var með kyrrum kjörum. Samt óttaðist hann þessa rósemi Natans, því að venjulegast var hún undan- fari einhveri# óláta af hans hendi. Jafnskjótt og skólahjallan hringdi sýndi Davíð Natan hókina, sem hann var með, benti á tvö orð í henni og 6purði: „Hvað þýða þessi orð þarna?“ Natan reyndi að ritskýra það fyrir lionum eins vel og hann gat. „Það hlyti að vera gaman að skilja öll orð jafnskjótl og maður sér þau“, sagði Davíð í aðdáunarróm. Natan hélt leiöar sinnar með hendur í vös- um, og veitti því fyrst eftirtekt, er hann var kominn út á miðjan leikvöllinn, að Davíð elti hann og var líka með hendurnar í vös- unum. „Halló, ætlar þú ekki að leika þér með hinum strákunum?“ sagði Natan. „Ég held, að ég verði heldur hérna lijá þér“, svaraði Davíð. „Ég þekki þig, en þá þekki ég ekkert“. „Nú jæja. En lík börn leika bezt, og þú skiptir væntanlega um skoðun í þessu efni og heldur þér að drengjum af þinni stærð“. „Já, það getur verið, þegar ég fer að kynn- ast þeim“, svaraði Davíð. „Þykir þér góð epli? Ég á fjögur epli í malnum tnínum. Á ég að sækja þau?“ Natan bjóst ekki við að Davíð yrði sama sinnis daginn eftir, en það reyndist samt svo. Hann mætti saina vingjamlega tillitinu úr bláu augunum. Þegar kennslu var lokið spurði Davíð ltann: „Ert þú í sunnudagaskólanum?“ Hann kvað já við því. En Natan var líka friðarspillir sunnudagaskólans. „Má ég koma með þér þangað?“ spurði Davíð. „Mamma væri ftts til að fara með ntér þangað, en hún er veik, og ég sagði henni, að þú mundir vafalaust gera það. Viltu gera það?“ Natan lofaði því. Það var enginn þarna nærstaddur, og hefur það sennilega verið vegna þess, að hann fór ekki að hlæja að þessu. Svo liðu tvær eða þrjár vikur. Einn morguninn kom Davíð ekki í skól- ann, og ekki heldur næsta dag. Þá kom til- kynning um, að hann væri mikið veikur. Það var mikil kyrrð yfir skólanum næstu daga. Drengirnir ræddust við í hálfum hljóð- um um litla skólabróðurinn, sem hafði áunn- ið sér sérstaklega vináttu þeirra, sér óafvit- andi. Natan gekk þögull á milli drengjahóp- anna og reyndi að hlera eftir því, sem þeir sögðu. Hann lagði niður strákapör sín, og sat kyrrlátur við auða sætið og starði út í bláinn, eða las námsgreinamar sínar sér til liugarléttis.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.