Vaka - 01.01.1927, Page 7
f VAKA
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS.
í 8. árg. Félagsritanna 1848 reit Jón Sigurðsson
Hugvekju til íslendinga. Er það að líkindum lang-
merkasta og afdrifarikasta stjórnmálaritgjörðin, er sam-
in hefir verið á íslenzka tungu, enda kom hún oss ís-
lendingum í fullan skilning um afstöðu vora til Dana
og hefir afmarkað stjórnmálaferil vorn gagnvart þeim
allt til þessa og jafnvel lengra fram.
í ritgjörð þessari kemur stjórnmálaskoðun Jóns Sig-
urðssonar einna skýrast í Jjós, og þá einnig það, hvern-
ig hann leit á sögu vora og réttarafstöðu. Leggur hann
oss þar á hug og hjarta þrjú ártöl, er hann ætlar oss að
muna, — fyrri uppgjöf vora, er vér játuðumst undir
Noregskonunga 1262, eftir að vér höfðum verið sjálfra
vor um 333 vetur, eða ef talið er frá fundi landsins,
um nærfellt 4 aldir; síðari uppgjöf vora, er vér létum
flekast til að gefa öll vor fornu landsréttindi upp við
einvaldskonung Dana 1662, og loks 1848, er einvalds-
konungurinn afsalaði sér aftur réttindunum í hendur
þegna sinna. Þá voru vegamót i sögu vorri og mikið
lán, að vér skyldum eignast annan eins leiðsögumann
og Jón Sigurðsson. Hann benti oss á leið þá, sem lá til
þess, að vér fengum aftur full yfirráð yfir öllum mál-
um vorum 70 árum síðar, 1918, og Ieið þá, er á að
færa oss endurheimt alls þess, er vér höfum misst, í síð-
asta lagi 1962. En það ár ætti að vera hið mikla júbil-
ár hinnar íslenzku þjóðar. Það ár ætti hún að vera bú-
í