Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 8
ÁGÚST BJARNASON:
VA KA
2
in að tryggja svo sjálfstæði sitt og fullveldi, að því væri
engin hætta búin framar.
Með því að „Ný félagsrit“ eru nú orðið í svo fárra
inanna höndum, þykir rétt að taka hér upp orðréit kaflA
þá, er lúta að þessum þrem tímamótum í sögu vorri,
er Jón Sigurðsson taldi markverðust; og loks eina eða
tvær málsgreinar um það, hvernig hann telur stjórn-
skipulagi voru bezt borgið framvegis; en í því efni hygg
ég, að hann hafi séð lengra fram en flestir samtiða-
menn vorir.
Um það, er landið réðst fyrst undir Noregskonunga,
farast honum orð á þessa leið: „Það er öllum kunnugt,
sem nokkuð vita um sögu landsins, að Islendingar gengu
i samband við Noreg á seinasta stjórnarári Hákonar
konungs Hákonarsonar og fyrsta ári Magnús Iagabætis,
sonar hans. ísland gekk í samband við Noreg sjálfvilj-
uglega, ekki sem sérstakt hérað eða ey, sem heyrði
Noregi til, heldur sem frjálst land, sem hafði stjórnað
sér sjálft um rúm 300 vetra, án þess að vera Noregi und-
irgefið í neinu. Það samtengdisl Noregi með þeim kjör-
um, sem Islendingar urðu ásáttir um við Noregskon-
ung, og þar á meðal þeim kosti, að öll stjórn þeirra og
lög skyldi vera innlend'), og engir nema þeir eiga með
að dæma menn úr landi**). Hversu frjálslega samn-
ingurinn var gjörður af íslendinga hálfu vottar bezt
þessi grein samningsins, sem er í öllu tilliti ágætlega
samin og vottar jafn-fagurlega veglyndi eins og frels-
istilfinning þjóðarinnar: „Halda viljum vér ok vor-
ir arfar allan trúnað við yðr, meðan þér ok
yðrir arfar haldið trúnað við oss“.
*) ,Item a?5 islenzkir sé lögmenn og sýslumenn í landi voru'.
Jtem að konungr láti oss ná vorum lögum ok friði, eptir því sem
lögbók vor (þ. e.: Grágás) vottar, sem hunn liefir boðit i sín-
um bréfum*. Gamii sáttmáli.
■*) ,Utanstefnur allar skulu af leggjast, utan ]iær sem dæmdar
A-erða af vorum mönnum á Alþingi*.