Vaka - 01.01.1927, Page 10
4
ÁGÚST BJARNASON:
■[ VA KA]
lögréttan afbiður útlenzka sýslumenn hér á landi“.*) Ár-
ið 1662 höfðu Snæfellingar sent til Alþingis bænarskrá
um sama efni, og svara þá lögmenn og lögréttan, að þeir
vilji, að allir haldi sér við frelsi íslenzkra laga**). Á því
sama ári var það áform höfuðsmannsins Hinreks Bjelke
að koma á alþing og taka þar hollustueiða til „arfhylling-
ar“, eftir því sem þá var kallað, en til einvaldsdæmis
eftir því sem síðar kom fram; en þar eð höfuðsmaður-
urinn tafðist, svo hann komst ekki þangað í tíma, þá
hafa allir þeir, sem til þings voru komnir, látið bóka
grein nokkra, sem sýnir, að þeir hafa þótzt eiga að
sverja hollustueið til enn frekari styrkingar konungs-
erfðunum, en þær stæði þó raunar óbreyttar hinar sömu
og áður voru, þ. e. hinar norsku. Og þegar að fram kom
og eiðana átti að taka [í Kópavogi], þá var svo fjarri því,
að Bjelke léti, sem nokkuð nýtt væri á ferðum, að þeg-
ar einhverjum mönnum, sem skildu dönsku, virtust í-
skyggileg nokkur orðatiltæki í hinu danska hyllingar-
bréfi, þá eyddi hann því, og þeir sem honum fylgdu, með
því að segja, að þetta væri ekki nema til styrkingar því,
sem verið hefði, en frelsi landsins og réttur væri sami
og áður: eða hver væri sá, sögðu þeir, sem ekki þyrði
að trúa konunginum, sem væri hugljúfi hvers manns?"
Við þetta bætir Jón Sigurðsson þessari athugasemd:
„Einar Þveræingur hefði svarað, að þó þessi væri góð-
ur konungur, þá væri hann elcki einn fyrir alla; en hér
var enginn Einar Þveræingur; lenti þá allt í munnleg-
um loforðum og von og trausti á konungi, eða réttara
að segja á erindreka hans, enda hélzt allt í sama horfi og
áður meðan Hinrik Bjelke lifði, en síðan hefir ekki
heyrzt um tiltölu til réttinda, fyrri en undir stjórn
Kristjáns sjöunda, að vafi þótti á, hvort landið væri
nýlenda Dana eða ekki.“
*) Alþ.b., 1649, nr. 16.
**) Alþ.b., 1662, nr. 30.