Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 12
6
AGÚST BJARNASON:
[vaka]
réttindi sén tryggð íbúum í hverjuni landshluta.
Sérstðk þing skulu því sett á stofn í konungsríkinu
Danmörku og hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi.
En nú var alþingi vor íslendinga þegar endurreist, og er
því aðalkrafa Jóns sii, að það skipi hér eftir málum
vorum með konungi einuin saman, en hvorki með hinni
dönsku þjóð, né heldur eins og til var ætlazt með þátt-
töku í ríkisþingi Dana, enda var beint komizt svo að orði
í konungsboðskapnum, að ekki skuli breytt „tilskip-
unin um alþing á Iandi voru íslandi, sem gjörð er 8.
marts 1843“. En með henni var alþingi endurreist.
Jón Sigurðsson segist ekki ætla að liða konungsboð-
skap þenna í sundur, að eins benda á það, sem sé aðal-
atriðið, að konungur hat'i sjálfkrafa afsalað sér því
fulla einveldi, sem forfeður hans hafi haft þá um
nærfellt 2 aldir. Og svo segir hann berum orðum: — „Það
sem á vantar til þess að þjóðin geti tekið fullan þátt í
stjórninni, kemur án nokkurs efa vonum bráðara, því
í slikum efnum vcrður ekki hætt á miðri leið*)
sízt á þeim tíma, sem nú er“. Þetta var spámannlega
mælt af Jóni Sigurðssyni.
Sumir kynnu nii að ætla, segir Jón ennfremur, sem
þessi konungsboðskapur korni oss ekkert við, að ísland
hafi ráðgjafarþing eins og áður og konung eins ein-
valdan eins og hingað til. Hann geti því skipað málum
vorum eins og hann vilji og annaðhvort látið oss fylla
flokk Grænlendinga og Færeyinga og lagt mál vor undir
nýlendustjórnina, eða farið með oss eins og amt eða
stifti úr Danmörku og skift málum vorum niður á milli
ráðherranna [eins og nú hefir verið gjört með færeysku
málin] og látið nokkra íslendinga sitja á ríkisþingi
Dana. En þá væri úti um alþingi, segir Jón, og þetta er
sýnilega ekki, skv. auglýsingunni, vilji eða lilgangur kon-
ungs, því að tilskipunin um alþingi á að standa.
) Auðkent af oss.