Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 16
10
ÁGÚST I3JARNASON:
[vaka]
og annan á morgun rneð gjörólíkum stefnuskrám og gjör-
ókunnuga öllum stjórnarhögum. Úr þessu mætti bæta
með því, að þjóðin kysi sér landstjóra með ákveðinni
stefnuskrá, segjum til 8 ára, og konungur staðfesti síð-
an kosningu hans. Hann hefði alla umhoðsstjórnina á
hendi, litnefndi embættismenn og væri sjálfkjörinn odd-
viti landstjórnarinnar og tignasti maður landsins. Hann
gæti tilneínt ráðherra, er konungur síðan útnefndi. Tveir
þeirra, dóms- og kennslumálaráðherrann og atvinnu- og
fjármálaráðherrann, ættu að sjálfsögðu að vera búsettir
í Rvk, en sá þriðji, sem væri noklcurskonar utanríkis-
ráðherra vor og kæmi í stað sendiherrans, sem nú er,
gæti alltaf, að minnsta kosti fyrst um sinn, á meðan engin
breyting er gjörð á sambandinu, verið með annan fót-
inn í Kaupmannahöfn og borið upp lög og lagafrumvörp
fyrir konungi, auk þess sem hann hefði eftirlit með
rekstri utanríkismála vorra. Því að þótt þau séu nú,
skv. sambandslögunum, rekin af Dönum og hafi verið
rekin af þeim allt til þessa með fullkominni góðvild og
hollustu í vorn garð, verður að sjálfsögðu að telja það
annmarka á sambandslögunum eða framkvæmd þeirra,
að eftirlitsmaður vor í Kaupmannahöfn með því, hvern-
ig utanríkismál vor eru rekin, getur ekki hafl nægi-
lega mikil áhril' á rekstur þeirra, enda óþægilegt fyrir
utanríkisstjórnina dönsku að gela ekki jafnan leitað við-
tals og vitað vilja hinnar ísl. rikisstjórnar, þá er hún
hefir einhver mál með höndum fyrir oss, nema með
bréfum eða í gegnum síma. Virðist þvi vel á því fara,
að vér í þessu efni sem fleirum förum að ráðum Jóns
Sigurðssonar og komum stjórn utanríkismála vorra
þann veg fyrir, að utanrikisráðherra vor verði, að
minnsta kosti fyrst um sinn, búsettur í Kaupmanna-
liöfn, svo að hann geti starfað þar að málum vorum í
samráði við konung og utanríkisráðherra Dana.
En svo ber oss auðvitað skylda til að gæta lands
vors hæði inn á við og út á við, inn á við gagnvart