Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 17
VAKA
S.IALFSTÆÖI ISLANDS.
11
„leppum“ þeim, er jafnan virðast þess albúnir, ef þeir
sjá sér nokkurn hag í því, að selja útlendingum landið
og gæði þess; en út á við gagnvart yfirgangsseggjum
þeim og lögbrjótum, er vaða uppi í landhelgi.
Tjáir ekki annað en setja þungar refsingar, jafnvel
betrunarhús og ærumissi, við allri meiri háttar lepp-
mennsku, ef upp kemst, því að hún getur gengið land-
ráðum næst. Og það er ekki nóg að setja lög um þetta;
yfirvöldin verða líka að sjá uin, að þau séu virt og hald-
in. Á liinn bóginn mætti ef til vill setja það ákvæði inn
í atvinnumálalöggjöf vora, að ekkert atvinnufyrirtæki
mætti reka á landi hér, ef bein undanþága löggjafans
kæmi ekki til, nema því að eins að % hlutar höfuðstóls-
ins væru íslenzk eign, en að það varðaði upptöku fjár-
ins, ef uppvíst yrði, að útlendingar ættu meira fé í fyr-
irtækjunum. Suniuin kann að virðast sem einmitt með
slíku ákvæði sé verið að örva landsmenn til lepp-
mennsku; en þá er á hitt að líta, að útlendingar færu
tæpast að hætta fé sínu þannig og að lepparnir myndu
í lengstu lög kinnoka sér við betrunarhúsi og ærumissi.
Þá er landhelgisvarzlan. Vér erum nú á góðum vegi
með að taka hana í vorar hendur ineð varðskipunum
„Þór“ og „Óðni“, enda er þetta nauðsynlegt bæði af því,
að auka þurfti eftirlitið, og eins af hinu, að vér á sín-
um tíma verðum að geta losað Dani við hana og sparað
þeim þann inilda kostnað, sem af henni leiðir fyrir þá.
En þá ættum vér og við endurskoðun sanlninganna að
geta dregið nokkuð að oss höndina um það að lofa Fær-
eyingum eða þeim, sem kann að langa lil að gjöra út
mikinn skipastól frá Færeyjum til þess að veiða á fiski-
miðum vorum, en keppa við oss á hinn bóginn á fisk-
mörkuðum heimsins, að vaða eins uppi við strendur
vorar eins og þá sjálfa kann að lysta. í lengstu lög vilj-
um vér ekki amast við frændum vorum Færeyingum;
en cigi að fara að liafa Færeyjar að skálkaskjóli fvrir