Vaka - 01.01.1927, Page 18
12
ÁGÚST BJAKNASON:
[vaka]
stórútgerð á fiskimiðum vorum, þá er réttast að reyna
að sjá við lekanum og setja undir eins skjótt og auðið er.
Þá kem ég loksins að lang-stærsta og afdrifamesta
málinu, að tryggingunni fyrir sjálfstæði voru og full-
veldi, að vér þurfum ekki að vera upp á aðra komnir
fjárhagslega, hvorki i bráð né lengd, og að vér getum
þolað nokkur aðköst, bæði af náttúrunnar hálfu og
mannanna, án þess að kollsiglá oss eða fara á höfuðið.
Nú er það svo, að vér þolum Iítil sem engin aðköst.
Þótt góðæri sé ár eftir ár, eins og verið hefir síðustu árin,
þá eru menn enn svo fyrirhyggjulausir hér á landi, að
þeir leggja litið sem ekkert upp til hörðu áranna og eyða
annaðhvort fjármunum sínum í ónauðsynjar eða leggja
þá í vafasöm fyrirtæki eins og ný og aukin togarakaup.
Þjóðarbúskap vorum er líka svo farið enn sem komið
er, að allt, hæði einstaklings- og almannaheillin, mæðir
svo að segja á einni atvinnugrein, sjávarútveginum, og
þegar svo hann bregzt, hvort heldur sakir aflaleysis eða
markaðsleysis, þá er allt i voða. Svo húið má ekki leng-
ur standa, og sjálfstæði voru og afkomu er stór hætta bú-
in, ef ekki verður ráðin bót á þessu á einn eða annan
hátt.
Það var viturra manna ráð, skömmu eftir að vér öðl-
uðumst fjárforræði vort, að stofna viðlagasjóð, er grípa
mætti til, er í nauðir ræki, og hann hefði átt að
auka og efla með ári hverju. En i stað þess mun hon-
um hafa verið býtt út í smálán og í vafasöm fyrirtæki
með lágum vöxtum og lítt uppsegjanlegum lánskjör-
um, og mun hann því nú ekki tiltækur.
Þá er sjálfur ríkissjóðurinn, segja menn. En það er
sjóður, sem fljótt verður þurausinn, ef hann á að full-
nægja öllu og öllum. Landssjóður eða ríkissjóður, eins
og hann nú er nefndur með tildursnafni, lifir ekki á
öðru en tollum þeim og sköttum, sem landsmenn greiða.
Það er því ekki annað en að taka úr einum vasanum og
láta í hinn að seilast í hann. Rikissjóður fyllist líka og