Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 19
[vaka]
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS.
13
tæmist með ári hverju og það er mest undir árferðinu
komið og sölu afurða, hvort hátt er eða lágt í honuin.
Hann getur því ekki, eins og honum nú er ráðstafað
á ári hverju, orðið til neinnar frambúðar, heldur aðeins
til að fullnægja árlegum útgjöldum.
En náttúrufari landsins og lifnaðarháttum vorum er
enn svo háttað, að oss ríður lífið á að tryggja oss gegn
yfirvofandi hættum, hafisárum, eldgosum og drepsótt-
um. Það er heldur ekki framtíðarvænlegt fyrir fullveldi
landsins og sjálfstæði að þurfa jafnan að leita til annara
Janda um lán lianda ríkissjóði eða til landsins gagns og
nauðsynja. Því verðum vér sjálfir og með eigin framlög-
um að stofna öflugan almannasjóð, er verði miklu
stærri og sterkari en ríkissjóður er nú og geti teldð á
sig að bera þær byrðar, sem aðallega eru gjörðar fram-
tíðinni og komandi kynslóðum lil Iáns og Iieilla.
En hvernig ættum vér þá að stofna til slíks sjóðs, sem
yrði ekki einungis hverjum einstaklingi, heldur og sveit-
um landsins og landinu í heild sinn til láns og blessun-
ar; sjóð, sein gjörði ekki einungis einstaklinga þjóðar-
innar nokkurn veginn óhulta um sina daga, heldur og
landið og landslýðinn sjálfstæðari í bráð og lengd og
léti oss jafnframt í té fjármagn til hinna nauðsynleg-
ustu fyrirtækja, eins og l. d. ræktunar og byggingar
landsins, jafnóðum og hann yrði þess megnugur?
Svarið er, að þetta fengist með almennri, lögboð-
inni elli- og slysatryggingu. Et' hverjum manni í
landinu, sem náð hefði t. d. 16 ára aldri, væri gjört að
skyklu að tryggja sig gegn sjúkdómum og elli og allir
borguðu iðgjöld sín í sameiginlegan, innlendan sjóð, er
stæði undir yfirumsjón landstjórnar og væri lögtryggður
á allan hugsanlegan hátt, þá tæki það ekki langan tíma
að safna geipifé, er gæti orðið bæði einstaklingnum til
mikillar tryggingar og Jijóðfélagsheildinni til stórkost-
legra hagsbóta.
Menn láta skattleggja sig með óbeinum sköttum, toll-