Vaka - 01.01.1927, Page 22
16
ÁGÚST BJARNASON:
[vaka]
t. d. í ár, að maður íai tiltölulega mikið útborgað.
Segjuin t. d., að sveit eða bæjarfélag eða foreldrar manns
legðu 50 kr. með hverju barni, undireins og það fæddist,
og þetta væri þegar lagt á vöxtu í slíkan almannasjóð.
Þessar 50 kr. væru þá eftir 20 ár orðnar að 153 kr., en
fyrir þær fengi hver maður eftir sextugt 122 kr. á ári.
Segjum svo, að hverri manneskju í þjóðfélaginu væri
gjört að skyldu að tryggja sig svo, að hún fengi minnst
500 kr. á ári eftir sextugt, og að hún yrði að hafa gjört
þetta innan lögaldurs, 21 árs; að öðrum kosti fengi hún
ekki borgararétt, því að borgararétturinn væri bundinn
því skilyrði, að menn yrðu hvorki sveit sinni né þjóð-
félaginu til þyngsla, hvort heldur væri á miðri ævi eða á
gamals aldri, — þá yrði hver inaður, auk þeirra 50 kr.,
scm foreldrar hans eða sveitin borgaði í upphafi til
þess að kaupa af sér sveitaþyngslin, að greiða 150 kr. i
þrjú ár, segjum 18, 19 og 20 ára, til þess að fá borgara-
rétt í landinu, kosningarrétt, kjörgengi o. s. l'rv., og til
þess að fá 500 kr. útborgaðar á ári hverju eftir sextugt
eða fyr, ef maðurinn slasast eða sýkist og verður ó-
vinnufær.
Slysa- og öryrkjatryggingu iná hæglega setja í sam-
band við þessa almennu ellitryggingu og með tiltölulega
mjög litlum kostnaðarauka fyrir þann vátryggða, sér-
staklega ef hann vinnur i þágu annara og slasast eða
sýkist við vinnu þessa. Þá er það siður í útlöndum, að
bæði ríkið og vinnuveitandinn borgi töluverðan hluta
iðgjaldsins, svo að verkamaðurinn sjálfur þarf stund-
um ekki að borga nema %—Vs af iðgjaldinu.*)
Loksins inætti gjöra þetta enn einfaldara, en með
töluverðri fórn af hálfu þeirra, sem nú lifa, el’ ncfni-
lega allir menn eldri en 24 ára afsöluðu sér fyrir sitt
*) Annars verður skrifað ýtarlegar úm ]>essa elli- og slysa-
tryggingu af manni, sem hefir mest og bezt um þetta mál liugsað,
síra Gísla Skiilasyni á Stóralirauni i næsta hefti „Vöku“.