Vaka - 01.01.1927, Side 23
vakaJ
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS.
17
Jeyti elli- og slysatryggingunni og hún tælci eldvi til
starfa fyrri en eftir 36 ár, að höfuðstóllinn væri orðinn
50 millíónir króna.
Gerum ráð fyrir, að allir landsmenn, karlar jafnt
sem konur, eldri en 16 ára, skuldbyndu sig þegar til að
gjalda 10 kr. á ári í slíkan elli- og slysatryggingasjóð,
þangað til hann næmi 50 milliónum króna. Hvað tæki
það langan tíma? Nú eru samkv. síðasta manntali 52,250
manns milli 16 og 60 ára aldurs í landinu. Þá rynni í
sjóðinn árs árlega um 522,500 kr., en það yrði með 5%
rentum og renturentum orðið að 50 milliónum króna
ei'tir 36 ár. Nú Jifum vér á því herrans ári 1926. Árið
1962 ættum vér þá að vera búnir að safna þessum 50
millíón króna höfuðstól, og þá væri hvert landsins barn
úr því tryggt fyrir slysum og elli og landið sjálft bi'tið
að eignast álitlegan höfuðstól, sent þá fyrir löngu væri
farið að nota landinu til hagsbóta.
Eins og telvið var lram í upphafi, er árið 1962 ltið
milvla merkisár í sögu landsins, sem á að sýna heimin-
um og sanna, að vér höfum eklvi einungis verið þess
megnugir að vinna allt það aftur, sem vér misstum
1262 og 1662, heldur liitt, sem er miklu meira virði og
vænlegra til lrambúðar, að vér líka séum orðnir fjár-
hagslega sjálfstæð þjóð i sjálfstæðu landi, sem sé ekki
upp á neitt eða neina komin.
Þá ættum vér að vera búnir að nema lánd vort af
nýju, hyggja það af nýju, búnir að brúa allar helztu
ár landsins og leggja akbrautir um alll land. Þá ættum
vér og að vera búnir að virkja svo marga fossa, að vér
gætum yljað og lýst hvert heimili í landinu.
Til alls þessa á hinn mikli almannasjóður að hjálpa
oss, og el' vér getum gjört allt þetta, þá vitum vér, til
hvers vér höfum lifað. Og þá vitum vér, að sjálfstæði
vort er nokkurn veginn fulltryggt. Þá höfum vér einnig
sýnt heiminum og sannað, að vér eigum það skilið að
vera frjáls og sjálfstæð þjóð.
2