Vaka - 01.01.1927, Síða 25
[vaka]
LÖG OG LANDSLÝÐUR.
I.
Framtíð hverrar þjóðar er þeim mun vænlegri sem hún
þekkir sjálfa sig betur og skilur hlutverk sitt betur. Hlul-
\erk allra þjóða er í raun réttri eilt, það að efla menn-
ingu sína, auðga hana og fegra. í einstökum atriðum
skilur þar leiðir með þeim, því hver liefir sín einkenni,
er kynfylgjur og ytri aðstæður skapa. Því verður menn-
ing þeirra hverrar með sínum hætti. Hver þjóð verður
að sníða sér stakk eftir vexti. En eitt er sameiginlegt.
Vöxtur, þroski er grundvallarlögmál alls lífs, þjóðlífs-
ins líka. Vöxtur þjóðlífsins er vaxandi menning. Sú þjóð,
sem ekki lifir því lögmáli samkvæmt, deyr fyr eða síð-
ar. Hin, er samkvæmt því lifir, mnn verða langlíf í land-
inu.
Menningin er margþætt og menningaröl'lin mörg. En
fegurst er menningin þegar hún er fjölhreyttust. Þó stoð-
ar fjölbreytnin ein ekki, ef samræmið brestur. Menning-
in er þeim mun Hfvænlegri, sem meira samræmi er milli
einstakra þátta hennar, meiri og nánari samvinna milli
menningaraflanna, því frekar sem þau öll eru ein lifræn
heild, því síður sem ofvöxtur er í einum þættinum og
kyrkingur í öðrum.
Menningarlíf getur aðeins þrifist í skjóli laga og rétt-
ar. Allt menningarlíf er lögbundið samlíf manna. Lögin
eru reglur um samlíf manna. Þau eru :ið vísu ekki einu
reglurnar um það efni, en þau ein geta gert samlíf
manna að þjóðlífi. Svo hefir það verið, frá því menn-
íngarviðleitni mannkynsins hófst, og verður þangað til
síðustu neistar hennar kulna út hér á jörðu. Svo hefir
]:að verið, hvaða þjóðskipulag sem mennirnir liafa bú-