Vaka - 01.01.1927, Page 26
20
ÓLAFUlt LÁRUSSON:
[vaka]
ið við, og verður, hvaða þjóðskipulag sein þeir setja sér
i framtíðinni, því hvorttveggja er jafnóhugsandi, menn-
ing án þjóðskipulags og þjóðskipulag án Jaga og réttar.
Lögin eru því ein af máttarstoðum menningarinnar.
Lan eru líftaug hennar. Þau eru sjáli' eitt menningar-
aflið, og þau eiga auk þess að tryggja það, að önnur
menningaröfl, sem með þjóðinni hrærast, fái þroskazt
eðlilega. Er því auðslcilið, að heillavænlegast er, að þau
séu sem samgrónust lífi þjóðarinnar, að þau séu heil-
brigður, starfandi limur á þjóðlíkamanum.
Hin vestræna menning nútímans er fjölbreyttasta
menningin, sem mannkynið hefir átt. Þar með er ekki
sagt, að hún sé vænleg til frambúðar. Þvert á móti,
luin hefir keypt fjölbreytnina dýru verði, svo dýru, að
vanséð er, hvort þar er um nokkur kjarakaup að ræða.
Hún hefir látið samræmið í staðinn og aðalmein henn-
ar r, hve mjög hún er i brotum. Menningarþættirnir
eru of sundurlausir. Menningaröflin fara hvert sína
leið. Svo hefir líka i'arið um lögin. Eftir þvi sein menn-
ingin varð fjölbreyttari urðu þau fjölbreyttari. Þau
hættu þá uni leið að vera allra eign og á allra vitorði,
eins og þau höfðu áður verið. Varð það sérstök stétt,
lagamennirnir, sem fékk það hlutverk, að skapa lög-
in, geyma þau og heita þeim. Sú stétt skapaði sér hug-
tök, fræðikerl'i og jafnvel mál, lagamálið, sem engir
skildu til hlítar nema þeir sjálfir. Þetta var óhjá-
kvæmilegt og að suinu leyti gagnlegt. Slík verkaskift-
ing í þjóðfélaginu getur verið holl. En af því leiddi líka,
að lögin l’jarlægðust lífið, og nú á tímum finna menn
sillstaðar til þess, að þau t'ara of mikið sínar eigin göt-
nr, eru ekki nógu saingróin þjóðlífinu og ná því ekki
hlutverki sínu eins vel og skyldi.
Vér íslendingar lútum því sama lögmáli og aðrar
þjóðir, að þegar dæma á um nútíðargildi menningar
vorrar og framtíðarhorfur, þá verður það þungt á met-
nnuin, hvernig lögum vorum og rétti er háttað. Hversu