Vaka - 01.01.1927, Side 30
21 ÓLAFUR LÁRUSSON: [vaka]
veginn ósjálfrátt meðvitandi urn sum aðalatriðin, eins
ng það, að sum verk séu lðgbönnuð eða að surnar at-
hafnir baki skUldbindingar, en mikið lengra nær þekk-
ing þeirra ekki. Siðari árin hafa til jafnaðar komið um
50 lög frá alþingi. Líklega eru þeir menn harla fáir,
sem fylgjast árlega með löggjafarstarfsemi þingsins, og
eflaust er það meiri hluti kjósendanna, sem les ekki
einu sinni ein einustu al' lögum þingsins ár hvert. Eða
hve margir skyldu þeir alþingiskjósendur vera, sem hafa
kynnt sér stjórnarskrá landsins til nokkurrar hlitar? Þeir
eru víst harja fáir. Þegar nú þess er gætt, að vér höfum
lýðræðisstjórn, en grundvöllur þess stjórnskipulags er
sá, að allt vald sé hjá þjóðinni sjálfri og frá henni eigi
allur réttur hennar að renna, enda til þess ætlazt, að
lögin verði lil með óbeinni hluttöku nálega allra fulltíða
manna í landinu, þá er það Ijósast, hversu afkáralegt
ástandið er og að stjórnskipulagið, meðan svo gengur,
tr skripi og ekkert annað. Þá er heldur ekki að furða,
þó að virðingin fyrir lögunum sé ekki á háu stigi, enda
vita það allir, að vér höfuin mörg Iög, bæði gömul og
ný, sein ekki eru annað en dauður bókstafur, pappírs-
gagn, er fáir þekltja og færri virða.
Veraldarsagan er veraldardómstóllinn, hefir vitur
maður sagt. En sagan sýnir það, að þjóðunum hefir
vegnað þeim mun hetur, sem þær hafa átt ríkari þjóð-
ielagshneigð. Ef vér viljum, að þjóð vor eigi sér framtíð,
verðum vér að kosta kapps um að efla þá hneigð hjá
oss. Til þess verðiun vér að auka skilning manna á lil'i
þjóðar vorrar og hluttöku hvers einstaks í þvi, m. a. á
réttarlifi voru. En til þess að það geti orðið, verðum vér í
ýmsu að hverfa frá þeirri stefnu, er nú hefir verið stefnt
um hríð.
II.
Eins og nú er ástatt er það næsta afsakanlegt, þó al-
menningur sé ófróður um lög og rétt í landi hér. Rikis-