Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 37
[VAKA
LÖG OG LANDSLÝÐUR.
31
uni. Hún yrði hók, sem kæmist svo að segja inn á
livert heimili. Almenningur kynntist henni, lærði að
meta hana og þætti vænt um hana. Hún yrði til þess
að auka þekkingu maniia á réttarlífi þjóðarinnar og.
skilning þeirra á því, og veita inönnum með því meiri
skilning á lífi þjóðarinnar og sjálfra þeirra. Hún ætti
að tengja saman lög og landslýð. Lagasafn gæti aldrei
gert það eins og lögbók. Það yrði aldrei eins handgengið
mönnum og hún. Menn segja ef til vill, að það sé líka
vafasamt hvort lögbókin geti gert þetta. Fer það vitan-
lega mikið eftir því livernig hún er úr garði gerð. En
eitt dæini vil ég nefna máli mínu til styrktar. Borgara-
lögbókin þýzka, frá 18. ágúst 189(>, er enganveg-
inn skrifuð við alþýðu hæfi. Allt að einu hefir hún
komið út í hundruðum af útgáfum óg milljónum ein-
taka. Hún hefir náð til almennings og hann fengið
mætur á henni. Þegar Danir fengu Suður-.lótland, námu
þeir lögbók þessa þar úr gildi. Það vakti milda óánægju
jafnvel hjá dönskum mönnum þar í landi. Þeim var
orðin eftirsjón að bókinni, og töldu afnám hennar
mikla afturför.
Nú á tímum er, það ég lil veit, hvergi lögbók í gildi,
er taki yfir öll hin settu lög landsins. Allsstaðar er
meira eða minna af lögum fyrir utan lögbækurnar.
\íða eru i'leiri en ein lögbók, t. d. ein lögbók um einka-
réttarmálefni, önnur um verzlunarmálefni, þriðja um
refsimálefni o. s. frv. Réttinum er þá skift í bækur eftir
lræðikerfi lögfræðiimar. Það, sem utan lögbókanna er,
eru einkum stjórnarfarsmálefni. Lögbækur eru venju-
lega gerðar til nokkurrar frambúðar. Er því skirrst við
að taka í þær efni, sem liklegt er að bráðum breytingum
muni sæta. En svo er um ýms stjórnarfarsmálefni. Þar
er oft tjaldað lil einnrar nætur í löggjöfinni, hún miðast
við þarfirnar og getuna á hverjum tíma, en hvort-
tveggja getur breyzt skjótlega. Því er löggjöf t. d. um
skattamál, heilbrigðismál, skólamál og samgöngumál,