Vaka - 01.01.1927, Page 39
[vaka]
LÖG OG LANOSLÝÐUR.
33
ástand, sem þar er nú, og að sumu leyti er svipað og
lijá oss, þá er það engin ástæða til þess að vér höldum því,
ef vér eigum annars úrkosti, er hetra sé. I því sambandi
má og geta þess, að komið hefir fram tillaga um að
semja sameiginlega lögbók fyrir Norðurlönd. Upphafs-
menn þeirrar tillögu voru þeir Julius prófessor Lassen
í Kauþmannahöfn og Carl Lindhagen borgarstjóri í
Stokkhólmi. Tillaga þessi hefir fengið góðar undir-
tektir bæði í Danmörku og Svíþjóð, en Norðmenn tekið
henni heldur fálega. Sjálfsagt verður nokkur bið á því,
að sú hugsjón rætist, enda er þar færzt ólíku meira i
fang, en þó samin væri lögbók fyrir eitt land. En tillag-
an og undirtektirnaí, sem hún hefir fengið, sýna, að
menn finna til þess, að þörf er á lögbók.
Loks skal ég víkja að því, hvort oss mundi fært að
vinna þetta verk. Það er mikið vandaverk. Þó fer vand-
inn noltkuð eftir þvi, hvernig bókinni yrði hagað. 1
mörgum nýrri Iögbókum hefir aðal-áherzlan verið lögð
á form ákvæðanna. Bækurnar hafa verið sniðnar eftir
fræðikerfi lögfræðinnar og mest um það hugsað, að orða
ákvæðin þannig og skipa þeim niður svo, að hvert tæki
við af öðru, þannig að þau öll yrðu fullkomlega rök-
föst hcild. Ég skal fúslega játa, að ég býst ekki við, að
vér getum samið slíka lögbók, enda eigum vér ekki að
færast það í fang. Þessi aðferð þykir líka gefast mis-
jafnlega. Lögin verða óþarflega tyrfin og óþjál i fram-
kvæmd. Það verður of mikill fræðikeimur af þeim og
þess vegna verða þau fjær lifinu en ella. Um borgara-
lögbókina þýzku, sem er samin með þessum hætti, hefir
það verið sagt, að hún hafi að geyma liffærafræði rétt-
arins, en ekki lífeðlisfræði hans. Slika lögbók eigum vér
ekki að semja. Vér ættum að setja oss tvær meginreglur
við bókargerðina, aðra um forinið og hina um efnið, og
þær segja til um það, hvernig bókin á að vera. Forminu,
máli og stíl, skyldi jafnan reynt að haga svo, að bókin
yrði sem auðskildust og hýer maður gæti sér að gagni
3