Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 40
34
ÓL. LÁIL: LÖG O(i LANDSLÝÐUR.
[ vaka]
sótt þangaÖ fræöslu um lög og rétt landsins. Að því er
til efnisins tekur, skyldi fyrst og fremst látið um það
hugað, að ákvæðin ættu sem bezt við landshagi vora.
I hvorugu atriðinu skyldi binda sig um of við erlendar
fyrirmyndir. Með þessu móti mætti fá lögbók, er ynni
það gagn, sem lögbók fyrst og fremst á að vinna. Fræði-
hliðin yrði ekki látin vera aðalatriðið. Með því að haga
bókinni þannig, tel ég að oss ætti að vera unnt að semja
hana. Gallalaus yrði hún að sjálfsögðu ekki, en það
stæði til bóta við endurskoðun hennar síðar.
Þúsund ára afmæli alþingis nálgast óðum. Þá er að
niijmast þess atburðar, sem merkastur er i sögu vorri.
Þegar alþingi var sett og landsmenn fengu sameigin-
legt stiórnvald og lög, varð íslenzka þjóðin til. Því er
maklegt, að vér heiðrum sem bezt minningu þeirra
manna, er það verk unnu, Úlfljóts og samverkamanna
hans. Veglegasti minnisvarðinn, sem vér getum reist
þeim, og þeim samboðnastur, væri sá, að vinna í þeirra
anda og bæta lög landsins. Þeir komu því fram, að
íslendingar lutu allir einum lögum. Að því höfum vér
búið síðan og höfum ennþá réttareininguna, er þeir
skópu. En vér höfum spillt verki þeirra og valdið með
því réttarsundrungu. Vér höfum fjarlægt lögin lands-
lýðnum. Úr því eigum vér að reyna að bæta. Vér eigum
aftur að færa lögin nær landslýðnum og aulta með því
skilning vorn á þjóðlifi voru og áhuga vorn á velferð
þess. Ég hefi hér að framan bent á þá leið, er mér
virðist heppilegust að því marki. Það er að vísu engin
von til þess, að verki þessu yrði Iokið 1930, en það
mætti byrja á því fyrir þann tíma. Og fyrir 1930 getum
vér lokið öðru verki, sem oss er skylt að vinna, útrýmt
dönsku lögunum, sem enn eru í gildi, svo að þá lúti
þjóðin engum lögum öðrum en þeim, sem rituð eru á
tungu sjálfrar hennar.
Ólnfur Lárusson.
J