Vaka - 01.01.1927, Side 41
[vaka]
RAFSTÖÐVAR Á SVEITABÆJUM.
íslendingar hafa svo mikið af myrkri og kulda að
segja, að þeir hafa flestum þjóðum betur lært að elska
ijós og hita. Þeir hafa fagnað jólunum með því að setja
ljós í hvern krók og kima. Og eg held, að engin þjóð
kunni að segja blessuð sólin eins og þeir. Það
er bágt að gera sér í hugarlund, hvað islenzkt sveitafólk
hefur tekið út af kulda í ofnlausum húsakynnum, og
þó tekur út yfir nú, þegar timburhús og steinhús koma
í stað torfbæjanna. „Mér getur aldrei liðið illa, ef mér
er heitt“, sagði einu sinni sveitastúlka við mig. Allur
blærinn á sveitalífinu myndi breytast, ef bæir og hús
væri nægilega lýst og hituð. Ekkert myndi fremur halda
fólkinu í sveitinni. Um leið má þá bæta við, að hér sé
eitthvert mesta velferðarmál vort um að ræða.
En híbýli íslendinga verða aldrei lýst og hituð til
sæmilegrar hlítar, nema með rafmagni. Kol eru hér oí
dýr, mór af skornum skammti og naumur tími að vinna
hann, en skógi og taði höfum vér of lengi brennt oss
til skaða og skammar, enda hvorugt nægilegt til hitun-
ar. Þessu máli verður þá fyrst komið í viðunandi horf,
er vatnsaflið verður hagnýtt, og af því er nóg á íslandi.
Það iná vona, að einhverntíma komumst vér það langt,
að hvert heimili eigi kost á ótakmarkaðri raforku fyrir
lítið verð.
En þessa verður langt að bíða. Féð vantar. Árin líða,
og þaú eru dýrmæt. Því er rétt að byrja í smærra stíl.
Mörg kauptún hafa þegar komið upp rafslöðvum. Því
miður er aflið víða of litið til hitunar og suðu og sums-
slaðar, eins og í Reykjavík, óhæfilega dýrt. Samt er raf-