Vaka - 01.01.1927, Side 43
[VAKA ,
RAFSTÖÐVAR Á SVEITABÆJUM.
37
fellssýslu. En ekki gagnast að Kúðafljóti né Skeiðará
til virkjunar. Til þess eru bæjarlækirnir betri, og þeir
eru víðar á íslandi. Sannleikurinn er sá, að staðhætt-
ir eru mjög upp og ofan, þar sem stöðvar hafa verið
gerðar, sumsstaðar ágætir, sumsstaðar í meðallagi eða
tæplega það. Skaftfellingar hafa komizt á undan öðr-
um, af því að þeir hafa lært að hjálpa sér sjálf-
i r . Hagleikur virðist lengi hafa legið þar í landi og
smiðjur eru víðar á bæjum en nú gerist almennt. Ein-
stöku hagleiksmenn, sem að miklu leyti hafa verið sjálf-
menntaðir, hafa ráðizt í að setja upp stöðvar, smíða
mikið af þeim heiina, jafnvel vatnsvélarnar, en panta
hitt sjáll'ir, sein til þurfti. Með þessu móti hefur þeim
tekizt að gera stöðvarnar furðanlega ódýrar. Ef þeir
hefði átt allt til Reykjavíkur að sækja, er hætt við, að
kostnaður hefði orðið lítt kleyfur. Auk þess má ekki
gera lííið lír þeim þroska og trausti á sjálfa síg, sem
bændum eykst við slíkar framkvæmdir. Með þessu einu
móti geta þeir Iíka haft menn við höndina til viðgerða,
ef eitthvað ber út af.
Eg vildi óska þess, að hagleiksmenn víðs vegar af
íslandi vildi taka sér fcrð á hendur og skoða stöðvarn-
ar i Skaftafellssýslu og kynnast suinum smiðunum þar
eystra, eins og þeim Bjarna Runólfssyni i Hólmi í Land-
broti og Helga Arasyni á Fagurhólsmýri í Öræfum.
Þeim myndi vaxa áræði og bjartsýni við þá kynningu,
það myndi verða Ijós úr henni bókstaflega. En til
þess að skýra mál mitt ofurlítið frekar, set eg hér ör-
stulta lýsingu á fjórum stöðvum, og eru þær þó valdar
nokkuð af handahófi. Eg hef viljað gera mitt til að
vekja.eftirtekt bænda á þessu velferðarmáli þeirra, sem
flestum öðrum nýjungum fremur horfir i rétta stefnu:
lil ræktunar lýðs og lands. Vonandi líður ekki á löngu
áður en Búnaðarfélagið tekur þetta mál i sínar hend-
ur, fær sérstakan ráðunaul fyrir rafstöðvar í sveitum
og gengst fyrir kaupuni á efni i þær, svo að allt geti