Vaka - 01.01.1927, Síða 46
40
S. N\: RAKSTÖÐV.4R Á SVEITABÆJUM.
Lvaka]
Stöðin í S v í n a f e 11 i i Ö r æ f u m var sett upp
1925 af Bjarna bónda Runólfssyni i Hólmi. Fallhæð
82 metrar, lengd vatnspípu 184 m. Afl 12 hestöfl (=
8,8 kilowatt). Bjarni annaðist kaup á öllu efni. Kostn-
aður 8 þús. kr„ en í þvi ekki talinn flutningur og vinna
heimamanna.
Stöðin er gerð handa tveim heimilum, og gefur hún
þeim nóga orku til ljósa, suðu og hitunar.
Stöðin í Hólmi í Landbroti var sett upp 1921
af Bjarna Runólfssyni, bónda í Hólmi. Fallhæð 2 metr-
ar, vatninu veitt að stöðinni i opnum skurði (úr Skaftá).
Vatnsvélin er í opnum kassa, sogpípa 1 metri á lengd.
Afl er 3 hestöfl (= 2,2 kilowatt). Bjarni smíðaði vatns-
vélina sjálfur. Allur kostnaður með vinnu h. u. b. 2800
kr., rneð lömpum og suðutækjum. Aðkeypt efni nam
1700 kr. Viðhald rnjög lítið (vélaolía og glólampar
(perur) um 15 kr. á ári). Stöðin gefur afl til Ijósa
og suðu og nokkuð til hitunar.
Stöðin í Svínadal i Skaf tártungu var sett
upp 1925 af Bjarna í Hólmi, sem smíðaði vatnsvélina
og annaðist kaup á öllu efni. Falthæð 54 metrar, lengd
vatnspípu 150 metrar. Afl 5 hestófl (= 3,7 kilówatt).
Allur kostnaður nær 4000 kr., vinna heimilismanna
ekki talin með, enda ekki mikil.
Stöðin nægir heimilinu til lýsingar og suðu, og hit-
unar með köflum, þegar allt aflið er ekki tekið til
annars.
Til skýringar og samanburðar má geta þess, að fá
heimili í Reykjavík hafa meira en 1 kilowatt og nota
það þá bæði til Ijósa og suðu. Ef menn njóta sér-
stakra kostakjara, fá menn það fyrir 600 kr. á ári
(gegnum hemil, sem fæst nú ekki lengur). Stöðin í
Svínafelli, sem kostaði sjálf í mesta lagi 9000 kr„
framleiðir þá rafmagn, sein myndi kosta rúmar 5000
kr. á ári i Reykjavík.
Sigurður Nordal.