Vaka - 01.01.1927, Side 48
42
GUÐMUNIJUR FINNBOGASON:
[vaka]
at þú hefir at þessum vel komizt, er þú hefir tekit í arf
eptir föður þinn“.“
I orðum og breytni Þórdísar birtist lífsskoðun, sem
ég held að vel sé þess verð að athuga hana nánar. Hún
er sú, að vel þurfi að velja þau tæki, er notuð eru í góð-
um tilgangi. Hér var tilgangurinn sá, að koma ágætu
mannsefni til þroska, og á engu ríður mannkyninu
meira en því, að efnilegustu synir þess og dætur fái
fyllsta þroska hæfileika sinna og geti notið þeirra til
nytsamlegra framkvæmda. En til hvors tveggja þarf fé.
Koðran vildi leggja fram féð, og eflaust hefir féð, sem
hann sýndi Þórdísi, verið allt jafngott og gilt fyrir al-
mennings sjónum. Almenningur sér það ekki á silfrinu,
hvort þess er vel eða illa aflað. En Þórdís sá það. Og
hún vildi það fé eitt til handa Þorvaldi, er vel var
fengið. Var þetta annað en firrur?
Vér skulum dæma varlega, því að Þórdís var spá-
kona. Hún sá lengra fram. Hún sá, að Þorvaldur
mundi bæði verða réttlátur og mildur, þ. e. ör á fje,
og hún segir, að einmitt þess vegna heyri honum eigi
til meðferðar það fé, er illa var aflað. Nú mundi margur
lita svo á, að það hefði einmitt bætt fyrir syndir Koð-
rans, ef það fé, er hann hafði tekið með afli og ofríki
ai' mönnum í sakeyri, eða saman dregið fyrir ágirndar
sakir í landskyldum og fjárleigum meirum en réttlegt
var, hefði komizt í hendur sonar hans, er færi réttlát-
lega með það og miðlaði þurföndum af þvi. Þórdísi
hefir varla litizt svo, og hún var ekki að hugsa um sálu-
hjálp Koðrans. Hún var að hugsa um framtíð Þorvalds.
Einhver annar en Koðran og Þórdís hefir eflaust vitað,
hvernig hver sjóðurinn var fenginn. Og þjóð veit ef
þrír vita. En hvar sem menn vita um illa fengið fé, þá
hvílir á því óvild fleiri eða færri. Fyrst þeirra, er það
var ranglega af tekið, og svo annara, er taka upp þyltkj-
una fyrir þá. Þetta sá Þórdís. Hún sá, að fénu fylgdi
óvild. Óvildin leggur stein i götuna. Hún vekur tor-