Vaka - 01.01.1927, Side 49
HIiLGAR TILGANGURINN TÆKIN ?
43
[VAKA
Iryggni. Tortryggnin vekur gremju þess, er verður fyrir
henni saklaus. Gremjan eitrar geðið. Þórdís sá, að Þor-
valdur var réttlátur að eðlisfari. Hún vissi þá jafn-
frarnt, að honum mundi falla það sárt að verða þess
var, að aðrir teldu hann alinn á ranglega fengnu fé og
vita, að það var satt. Og er hann yrði fulltíða maður
og færi að miðla öðrum því, sem hann hefði handa
milli, mundi ekki fara hetur. Menn mundu segja, að
honum væri ekki þakkandi þótt hann gæfi af þeim aur-
um, sein karl faðir hans hefði pínt út úr öðrum. Hann
hefði í raun og veru ekki átt þá, eða að minnsta kosti
ekki gert annað en skila af höndum sér því, sem illa var
fengið. AU þetta sá Þórdís. Hún sá, að illa fengin tæki
yrðu ekki til blessunar, þó að góður maður liefði þau
til meðferðar. Þau yrðu sjálfum honum til skemmdar
og þeirn málum, sem hann bæri fyrir brjósti. Þeim
l'ylgdi vanblessun.
Mörgum mun nú virðast þessi skoðun úrelt. Þeir
munu segja, að það mætti æra óstöðugan að greina
það sundur nú á dögum, hvaða fé væri vel fengið og
hvað illa. Ef til vill hafi slikt mátt takast á dögum
Koðrans og Þórdísar spákonu, en i milljarðaveltu nú-
tímans væri það vitfirring að ætla sér slíkt, enda þurfi
þess ekki. Auðurinn sé afl þeirra hluta, er gera skal.
Aðalatriðið sé að ná í hann og beita honum í þjónustu
góðra málefna. Enginn spyrji um það, hvort krónunni,
sem hann fær í hendur, hafi verið stolið svo og svo
oft, síðan hún kom frá myntsmiðjunni. Handhafa
komi það eitt við, livort hann hafi sjálfur fengið hana
löglega. Auðurinn sé í eðli sínu ópersónulegt afl, er
beita inegi til góðs eða ills, eins og t. d. vatnsaflinu.
Það væri því jafn fjarstætt að halda, að óblessun fylgdi
sérstökum krónum, eins og að halda, að hún lylgdi
sérstökum dropuím af vatni í streymandi á, er knýr
margar vélar. Þetta liafi menn í rauninni allt af viður-
kennt. Ekki hafi kirkjan verið að rekast í því, hvernig