Vaka - 01.01.1927, Síða 50
44
GUÐMUNDUR FINNBOGASON:
[ vaka]
þess fjár v.ar aflaS, er hún fékk í sálugjöfum, og eigi
spyrji háskólar eða aðrar vísindastofnanir að því,
hvernig auðkýfingarnir hafi aflað þess fjár, er þeir
gefa til þeirra. „Menn skoða ekki tennur i skenktum
hesti“.
Hverju mundi Þórdís spákona svara þessu? Ég geri
ráð fyrir, að hún mundi meðal annars spyrja, hvort
kirkjunni hefði þá orðið óblandin blessun að því að
þiggja féð, hvernig sem þess var aflað. Hún mundi
spyrja, hvernig kirkjunni hei'ði gengið að innræta
mönnum trúna á nauðsyn mannúðar og réttlætis, þeg-
ar sáluhjálpin fékkst fyrir peninga, hvort það hefði
ekki þótt hægra að raka saman í'é og láta eftir girnd-
um sínum, en að ganga hinn þrönga veg óeigingjarnrar
breytni, úr því að kaupa mátti sálunni frið að lokum
fyrir Ieifar ránfengsins. Hún inundi segja, að um leið
og skerfur ekkjunnar var veginn á sömu vogarskál-
um og okrarans, hvarf greinarmunur góðs og ills,
menn voru þá ekki metnir eftir innræti sinu og verk-
um, heldur eftir fjárhæðinni, er þeir lögðu í guðskist-
una. Með þeim hætti hafi kirkjan rifið niður annari
hendi það, sem hún reisti með hinni, unz skáldið gal
með sanni sagt:
Mammon vor er alhreinn orðinn,
kristindóms- og kirkju-þveginn.
En menn geti ekki þjónað guði og mammon. Hún
mundi biðja menn að hugleiða sem snöggvast, hvern-
ig farið hefði, ef kirkjan hefði frá upphafi vega aldrei
þegið annað fé en það, sem að almannadómi var vel
fengið, rekið aftur hverja gjöf okrarans og ránsmanns-
ins og þar með alið þá skoðun hjá almenningi, að fé
væri tvenns konar, eftir því hvort þess væri vel eða
illa aflað. Illa fengið fé væri „rógmálmur“. Því fylgdi
óvild og sundurþykkja, það yrði til ófarnaðar. Vel
fengnu fé fylgdi hlýr hugur og gifta til góðra verka.