Vaka - 01.01.1927, Page 52
40
UUÐMUNDUR FINNBOGASON:
[vaka]
rannsókn, að hvaða brunni sem hana ber, því að virð-
ing fyrir réttlæti og sannleik væri í eðli sínu eitt og
sama. Aftur væri það varhugavert fyrir vísindastofn-
anir, og þó helzt fyrir þær, er stunda þjóðfélagsvís-
indi, að þiggja gjafir af þeim, er með rangindum afla
auðsins, því að þeir mundu ætlast til, að ekki yrði
haldið fram þeim kenningum, er hættulegar væru fyrir
sjáli'a þá, og þó að þeir settu engin slík skilyrði, mundi
styrkur frá þeim varpa skugga á starf stofnunarinnar,
því að það væri i eðli sínu fjarstæða, að þeir, sem söfn-
uðu auði í skjóli ranglætis og rangra skoðana, gæfu fé
til að leita sannleikans og þar með réttlætisins. Niður-
stöðum stofnunar, er starfaði fyrir þannig fengið fé,
yrði því varlega trúað, þó að réttar væru, en þar með væri
starfi hennar spillt.
Þá mundi Þórdís enn fremur segja, að skoðun sín
væri jafn sönn fyrir því, þótt erfitt eða ógerningur
væri að greina sundur góðmálm og rógmálm i við-
skiftum manna á vorum dögum. Aðalbölvunin staf-
aði einmitt af því, að rógmáhnurinn rynni sarnan við
það fé, sem vel væri fengið, og villti þar með heimildir
á sér og sínum mönnum. Á það fé, sem þeir legðu í
guðskistuna, félli sama helgi og á hitt, sem vel væri
aflað. Af framkvæmdunum, sem fyrir það kæmi, staf-
aði Ijóma jafnt á okrarann sem iðjumanninn, hvern
eftir sinni hlutdeild. Með fénu fylgdi valdið yfir þeim
inálum, er það er lagt til, og þannig kæmust jafnvel
þær stofnanir, sem settar eru upphaflega til höfuðs
misindismönnum, í hendur sjálfra þeirra. Því væri
fjandinn aldrei kampakátari en þegar hann væri tek-
inn í þjónustu góðra málefna. Þá gæti hann leikið
ljóssins engil og því hæglegar komið sínum vilja fram.
Um öll Norðurlönd og víðar eru margar merki-
legar þjóðsögur um kirkjusmíðar. Þegar fé þraut til
að koma kirkjunni upp eða kirkjusmíðin var komin í
eindaga, kom smiður, sem raunar var tröll eða óvættur,