Vaka - 01.01.1927, Side 54
48
GUÐMUNDUR FINNBOGASON:
[vaka]
i'élagið yrði í hættu, ef þeir kæmust til valda. Ekkert
gerir menn ráðþægari en sameiginlegur ótti. Það hafa
þjóðmálaskúmar og harðstjórar á öllum öldum vitað
og hagað sér eftir þvi. En hve ódrengileg sem baráttan
um völdin verður, reyna menn allt af að telja sjálfum
sér og öðrum trú um, að óhlutvendnin sé nauðsyn
vegna hins góða málefnis, er fram verði að ganga, og
helgist af því.
„Tilgangurinn helgar tækin, hugsar flokksmaður-
inn, sem reynir að afla sínum flokki kosningasigurs
með því að rægja írainbjóðanda mótflokksins; tilgang-
urinn helgar tækin, hugsar stjórnmálamaðurinn, er
með svikum eða ofbeldi reynir að ná í hagsmuni fyrir
þjóð sína; tilgangurinn helgar tækin, hugsar kirkju-
maðurinn, er rægir og svívirðir heiðvirðan mann fyrir
það, að hann fylgir ekki hinni „heilhrigðu kenningu".
í sinni verstu merkingu á þessi setning sérstaklega
heima í flokksfarganinu. Flokksfylginu hættir ávalt
og alstaðar til að telja flokkshagsmuni sama og vel-
ferð þjóðarinnar eða mannkynsins; flokkshagurinn
er hið góða málefnið, og því allt leyfilegt hans vegna.“
(Friedrich Paulsen).
Að taka hið illa í þjónustu góðs málefnis hefir tvær
hliðar og er rétt að skoða hvora fyrir sig. Fyrst þá,
hverjar afleiðingarnar verða fyrir fremjandan sjálfan.
Um það þarf elcki langt mál. Menn verða lygarar á
því að Ijúga, svikarar á því að svíkja, rógberar á þvi
að rægja, fantar á þvi að beita ofbeldi o. s. frv. Þetta
kemur líka skýrt fram í þjóðsögunum um kirkju-
smíðina. Menn setja að veði sól og tungl, þ. e. Ijósið,
sem hjálpar oss til þess að finna rétta veginn, eða þeir
setja augun að veði, þ. e. sjálfa sjónina, eða þeir setja
sjálfan sig eða einkasoninn að veði, þ. e. sál sína,
gamla eða unga. Þegar þessar afleiðingar eru nefndar
réttum nöfnum, rnunu þær ekki almennt taldar æski-
legar eða aðdáunarverðar. En það blindar áiigu margra,