Vaka - 01.01.1927, Side 55
[vaka]
HELGAR TILGANGURINN TÆKIN ?
49
að þeir, sein þetta gera, verða stundum um leið auð-
kýfingar, eða ráðherrar, eða lýðveldisforsetar, eða ein-
valdar, er hafa örlög heilla þjóða í höndum sér. Valda-
dýrðin gengur í augun, því að í brjósti flestra lifir
einhver neisti aðdáunar fyrir kraftinum, er ryður öll-
um hömlum úr vegi, eins og áin í leysingu, og þvi
iná stundum heyra jafnvel góða menn afsaka ofbeldis-
manninn, er með lygum og svikum, eldi og járni
kemur fyrirætlunum sínum fram. En þeir, sem dást
að slíkum mönnum, ættu þó að gera sér ljóst, hvort
þeir vildu sjálfir standa í þeirra sporum. Vilji þeir það,
hafa þeir þar með sýnt, hvaða mann þeir hafa að
geyina, og mega þeir þá sjáll'ir sjá fyrir sálu sinni.
En vilji þeir réttlæta illvirkin með því, að þau hafi
verið nausynleg góðu málefni til framgangs, þá erum
vér aftur komnir að hinni annari hlið þessa máls, af-
leiðingunum fyrir mannfélagið.
Þess er þá fyrst að geta, að lygi, svik, rógur og of-
heldi hafa ætíð sínar illu afleiðingar í mannfélaginu,
í hvaða skyni sem þeim er heitl. En afleiðingarnar
verða enn verri þegar tilgangurinn á að heita góður.
Þegar illu er augsýnilega beitt í eigingjörnum tilgangi,
vekur það af sjálfu sér óbeit og andspyrnu. Menn sjá
það þá i allri þess andstyggð og' fihna hvert það stefnir.
En þegar það er haft góðu málefni til framgangs,
freistast menn til að loka augunum fyrir því. Þeir
ljúga þá að sjálfum sér og hætta að gera greinarmun
góðs og ills. En um leið er hið góða málefni dregið
niður í sorpið. Það atast af aðferðinni, allt verður jafn
óhrejnt og ógeðslegt, loft allt lævi blandið, svo að eng-
ir.n veit hverju treysta megi.
Góðu máli verður því aldrei að l'ullu sigurs auðið,
þar sem ill öfl voru að verki. Það kemur líka greini-
lega fram í sumum kirkjusmíðarsögunum. Jafnvel þótt
óvætturin ætti ekki annað eftir en lokasteininn, varð
honum aldrei síðan komið svo fyrir að dvgði.
4