Vaka - 01.01.1927, Side 56
50
GUÐMUNDUK FINNBOtíASON :
[VAKAJ
Aðferðin við að koma máli fram er þáttur af mál-
inu sjálfu, eins og það verður kostur eða löstur húss,
hvort það er reist á bjargi eða á sandi. í þjóðfélags-
málum á ekkert sér visa varan nema það, sem stutt
er réttum skilningi þeirra, sem að því standa. Máluin
má koma fram með tvennu móti, annað hvort með
því að fá menn til að skilja rökin fyrir nauðsyn þeirra,
eða með því að æsa þá til fylgis, án þess þeir skilji
hin sönnu rök málsins. Þeir, sem veita máli fylgi af
því að þeir hafa að fullu skilið gildi þess og nauðsyn,
láta ekki blekkjast síðar af neinum fortölum. Hina má
með nýjum æsingum fá til að rífa niður það, sem þeir
reistu áður, hölva því, sem þeir blessuðu. Geðshrær-
ingarnar eru sem sandurinn, er feykist í ýmsar áttir
eftir því, hvaðan vindurinn blæs. Þann sand megnar
skynsamlegt vit eitt að binda svo, að heilbrigður gróður
dafni. Það væri löng saga að rekja það, hvernig góð-
um málefnum hefir verið spillt með þvi að berjast
fyrir þeim með öðrum vopnum en eðlisrökum þeirra
sjálfra. Kristnin hefir aldrei orðið söm við sig, síðan
ríkisvaldinu var beitt í þjónustu hennar, ofbeldi í stað
röksemda og eftirdæmis. Á sama skeri strandar bind-
indishreyfingin, er hún tekur bannlög í þjónustu sína.
Allt er þetta að kenna blindni forvígismanna, er ein-
hlína á eitt mál, unz allt annað verður þeirn einskis
virði. Enginn hlutur hefir gildi alveg út af í'yrir sig,
heldur að eins sem liður í stærri heild, þar sem eitt er
miðað við annað og nýtur sín að eins í sambandi við
það, eins og hjól í vél eða pípur í vatnslögn. Hjól hefir
að sama skapi gildi sem það vinnur vel með öðrum
hjóluin vélarinnar, pípa í lögn að sama skapi sem hún
heldur við heilbrigðum straumi lagnarinnar. Saina á við
það, sem gert er til þjóðfélagsbóta. Það verðui' að samþýð-
ast því, sem fyrir er, svo að það efli en trufli ekki
heilbrigðan gang eða lifandi straum þjóðlífsins. Sá
mundi talinn vitlaus maður, er hefði slíkan átrúnað á