Vaka - 01.01.1927, Page 60
54
SIGURÐUR NORUAL:
[vaka]
rcynslu og meiri þekkingu en liver einstaklingur sem
vera skal. Gallinn er aðeins sá, að vér kunnum engin ráð
til þess að leggja þessa hluti saman. Þeir hlíta ekki
þeim lögum. Það verður altaf 1 -f- 1 + 1 1 o. s. frv.
Það getur jafnvel farið svo hlálega, að sainlagningin
snúist i frádrátt. Platon sagði við samborgara sína:
„Það hef eg oft undrazt, Aþenumenn, að þegar eg tala
við yður hvern um sig, eruð þér skynsömustu menn,
en þegar þér komið allir saman, hagið þér yður eins
og fáráðlingar“. Ólafur pái sagði, að „því verr þykki
mér, sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau
koma fleiri saman“. Hér má að vísu segja, að gert sé
ráð fyrir samlagningu heimsku, en ekki vits. En mörg-
um mun virðast, að jafnvel á samkundum úrvals-
manna, eins og alþingi, njóti vitsmunirnir sín ekki i réttu
hlutfalli við höfðatölu.
Allir kannast við andrúmsloft það, sem inyndast á
fjölmennum samkomum, þar sem leitað er úrslita
deilumála með umræðum og atkvæðagreiðslu. Þar sést,
að æsing og ofsi er næmara en skynsamleg hugsun.
Hver flokkur reitir annan til reiði, hver flokksmaður
ýtir undir annan. Ræðumenn verða að hugsa um að ná
til allra. Þeir iniða því einatt við skilning og smekk
hinna frumstæðustu, tala til tilfinninga og hvata. Þeim
vill þá til, að flestir eru orðnir sljófgaðir af fundarvím-
unni, dómgreindin ekki á verði, þægilegra að seilast
niður fyrir sig um röksemdir en upp fyrir. Þegar
inenn eru orðnir einir eftir slika samkomu og fara að
hugsa um, hverjum flugum þeir hafi ginið við, hvern-
ig þeir hafi greitt atkvæði, jafnvel hvað þeir hafi sagt
— getur það verið líkast því að rakna úr roti eftir öl-
vímu. Enda kýs þá margur að hugsa sem fæst, halda
fast við flokkinn og láta reka á reiðanum.
Því fer þá svo fjarri, að löginál samlagningarinnar
gildi á vitsmunanna sviði, að þar eru 2 og 2 oft ekki
einu sinni — 1. Fjölmenni getur gert hvern einstakling