Vaka - 01.01.1927, Síða 61
VAKA
SAMLAGNING.
55
^ið % manni, og þeir verða ekki meira allir saman
Iagðir.
II.
Eg ætla ekki að fara frekar út i að dæma þjóðræði
og þingræði frá þessu sjónarmiði, þó að þaðan sé hvað
auðveldast að velja dæmi. Því mun varla verða mótmælt,
að sú ríkisheild sé hezt farin, er einn úrvalsmaður
stjórnar á eigin áhyrgð og þeir inenn, er hann til kveð-
ur. En það hefur reynzt ærnum vandkvæðum bundið
að finna réttan einvald. Og almennum kosningarrétti
og kjörgengi er ekki komið á til þess eins að efla rikis-
heildina, heldur til þess að vernda réttindi hvers ein-
staklings og hverrar stéttar og glæða ábyrgðartilfinn-
ingu og stjórnmálaþroska þegnanna. Allrasizt ætti þjóð
eins og íslendingar, þar sem einstaklingsþroski og ein-
staklingshyggja er • á jafnháu stigi, að örvænta um
gagnsamlega ihlutun almennings um stjórnmál, þó að
einhverjir brestir verði á þjóðræðinu um stundarsakir.
Frá þessu sjónarmiði blasa líka við ýmsar aðrar
leiðir, sem sjaldnar er gaumur gefinn.
Það er alkunnugt, að vér hugsum allt sálarlíf vort
með táknum úr efnisins heimi. Vér tölum um, að eitt-
hvað sé ofarlega í huganum, að tilfinningar sé djúpar
og vilji sterkur, eins og þar væri um rúm og líkama
að ræða. Þetta veldur inargvislegum misskilningi. Og
ein tegund hans er sú, að heimfæra lögmál hinna fjög-
urra höfuðgreina upp á andlega tilburði. Eg skal taka
dæmi úr daglega lífinu, af handahófi, máli mínu til
skýringar.
Maður t'er í kaupstað og kaupir i ferðinni m. a. eitt
pund af gráfíkjum og nýja sögubók. Þegar hann kem-
ur heim, skiftir hann gráfíkjunum milli heimilisfólks-
ins. Ef hann vill gera það samvizkusamlega, getur
hann gert það með því að deila tölu heimamanna í
tölu gráfíknanna. Því fleira fólk, sem er i heimili, því