Vaka - 01.01.1927, Page 63
í VAKA
SAMLAGNING.
57
verið miklir í'jármálaspekingar, án þess að hafa nokk-
urn tíma gert sér grein fyrir, að ekkert fé getur borið
þúsundfaldan ávöxt nema það, sem gengur í þjónustu
andlegra hluta.
Frjósemi andans kemur fram á svipaðan hátt, þegar
um menn og krafta þeirra er að rœða, þótt i smærra
stíl sé. Mörgum manni hættir við að spara sjálfan sig
og minnast hins alkunna stærðfræðislögmáls: Það eyð-
ist allt, sem af er tekið. En undir eins og keinur yt'ir
á landamærasvið efnis og anda, hið lífræna svið, kemur
fram segulskekkja í áttavita tölvísinnar. Steinn og
inálmur slitna seint, en slitna bótalaust. En lífið bætir
oft slit og áreynslu tvennum eða þrennum gjöldum.
Það rýrnar og hrörnar við sparnað, en magnast við
slit og auðgast við örlæti. Ef menn eru svo gætnir og
sínkir, að þeir tíma ekki að segja né skrifa hugsanir
sínar, rýmist aldrei til í huganum. Hugsanir verða ekki
fyrndar eins og hey eða smjörbelgir. Afleiðingin verð-
ur sú ein, að rnenn tönnlast á því sama við sjálfa sig
alla æfina, snúast í tjóðurbandi endurtekninga og
verða þröngsýnir sérvitringar.
III.
Sú stefna er nú mjög ofarlega í heiminum, að allt
eigi að mæla og ekki verði felldur öruggur dómur um
neitt, nema hann sé á tölum reistur. Þetta getur verið
lofsvert, ef það er rétt skilið og í hófi haldið. Enginn
getur meinað mönnum að mæla það, sem mælt verður,
og sjálfsagt að mæla sem réttast það, sem mælt er. En
um leið verður að gera sér ljóst, að sumt verður aldrei
mælt, einmitt af því að lög tölvísinnar ná ekki til þess
og mælingin er hagnýtt stærðfræði. Og þetta s u in t er
einmitt hið verðmætasta í tilverunni. Allar slíkar mæl-
ingar verða því torsóttari sem ofar dregur. í sálarfræð-
inni verður mælingum komið við um einföldustu við-
brigði og skynjanir, um vissar tegundir næmi og minnis.