Vaka - 01.01.1927, Síða 65
VAKA
SAMLAGNING.
59
ari; civitas, borg) sæmilegt orð, en siðun (siðaður) frá-
leitt. Væri nær að kenna þetta þroskastig við tækni
(teknik) og kalla þessar þjóðir tæknar. Þær hat'a góða
bústaði og fatnað hentugan, gæta hreinlætis og kunna
ýmsa mannasiði.
Menningin er aftur á móti ineira hið innra og torveld-
ara að festa hendur á henni. Tækni sína alla getur ein
þjóð lært af annari, en inenningu verður að skapa. Hún
verður að vera að einhverju leyti frumleg og runnin úr
eðli þjóðarinnar. Kultur þýðir ræktun. Menning er rækt-
un hinna mannlegu eiginleika, þar sem hið bezta í
manninum vex eftir sínum eigin lögum, eftir brjóst-
viti og smekk, en er ekki lagt i löð tízku og fyrirtekta.
Öðrum inegin standa vissar hegðunarreglur, sem eru
hvimleiðar þeiin, sem kann þær ekki, og lítt skiljanleg-
ar hinum, sem eftir þeim fara. Hinum megin er næm-
leiki (takt) sá á tilfinningar annara, sem engar reglur
þarf.
Það liggur í augum uppi, að þjóð og stétt manna get-
ur staðið á mismunanda stigi menningar og tækni. Há-
menntaður Mið-Evrópumaður, sem er gagnkunnugur öll-
um Norðurlandaþjóðum, kvað einmitt svo að orði við
mig í fyrravetur, að íslendingar stæði að sínum dómi aft-
astir Norðurlandabúa að tækni, en fremstir að menn-
ingu. Hann gerði þá grein fyrir þessari skoðun sinni,
að sér liefði liðið liezt meðal íslendinga, af hverri stétt
sem þeir hefði verið. Má vera, að oss sé borin hér of
vel sagan. Hitt orkar ekki tvímælis, að vald vort á nátt-
úrunni er minna en frændþjóða vorra.
Nú koma mælinganiennirnir til sögunnar.
Þeir festa undir eins hendur á tækninni, en menning-
in gengur úr greipum þeirra. Þeir mæla hreinlætið
með því að reikna út, hve niörgum pundum af sápu er
eytt á nel' livert á ári. Hagskýrslurnar segja frá því. En
engar hagskýrslur eru til um hreinlæti manna í orðum
■og hugarfari. Híbýlaprýði er auðvelt að bera saman í